Þið sem hafið verið að fylgjast með fréttum undanfarið hafið líklega tekið eftir að Davíð Oddsson forsætisráðherra fór til Japans. Þar sýndi japanska ríkissjónvarpið manninum HDTV(Hágæðasjónvarp)með þrívíddargleraugum. Davíð var víst ánægður með kynninguna og spurning hvort að íslenska þjóðin verði ein af fyrstu þjóðum Evrópu til að fá slík tæki á markaðinn.