Ok mig langar að vita hvort einhver snillingur þarna úti gæti svarað spurningum mínum og frætt mig aðeins.

1. Mod-kubbar, með hvaða mod kubb mælið þið með. Þá einhver sem virkar á allt, kanaleikir og myndir, skrifaðir diskar o.þ.h. Einhver sem er góður fyrir budduna líka. Er best að kaupa á netinu og láta senda. Hve erfitt er að setja þetta í tölvuna, eitthvað sem flestir rafeindavirkjar ráða við.(leiðbeiningar með?) Vitið þið um einhverja sem eru að gera þetta og þá hvað þeir eru að taka fyrir þetta. ???
2. Hvernig get ég fundið út hvaða “version” tölvan mín er. Veit ekki hvar á að leita að því. Veit bara að það var allt á frönsku utan á kassanum af tölvunni. skilst að maður þurfi að vita hvaða version eða eitthvað tölvan er áður en að maður kaupir mod kubbinn. ???
3. Get ég notað aukahluti frá ameríku við tölvuna, t.d. DVD fjarstýring, minniskort, stýripinnar o.s.frv. ???

Veit að ég spyr að mörgu og ýmsu sem sumum þykir eflaust hlægilegt. En ég hef verið á netinu að reyna kynna mér þetta. En svo ákvað ég að senda þetta bara inn eftir að hafa lesið bréf frá ýmsum fróðum PS2 snillingum.