Klonoa leikjaserían er lítið þekkt, samt eru þetta alveg ágætir leikir og ég ætla að skrifa aðeins um þá:
Það fyrsta sem fólk hugsar um þegar það sér þennan leik er “barnaleikur!” sem er algengur misskilningur (þótt leikurinn er með svolítið barnalegt yfirborð) er þetta allsenginn barnaleikur.
Fyrst þegar ég prófaði Klonoa(1) var ég hjá vini mínum, hann var einhvað að tuða í mér að ég ætti að prófa hann og hann væri mjög skemmtilegur, ég var bara “okay whatever” því mér sýndist þetta vera algjör barnaleikur (fyrir börn 3-7 ára) svo fór ég og prófaði hann og ég sé svo sannarlega ekki eftir því.
Mjög skemmtilegt gameplay er einn af þeim kostum sem einkenna Klonoa leikina (þeir sem hafa prófað leikina vita hvað ég á við). Söguþráðurinn er enginn “Super-duper!” en hann er samt enginn skítur…you know what i mean. Grafíkin hefur verið ágæt á báðum leikjunum ( grafíkin í 1 var mjög góð á sínum tíma, fyrir þá sem ekki vita þá var 1 á PS1). Endingargildi leikjana er mjög gott því þeir er einir af þeim leikjum sem maður getur spilað aftur og aftur og fær aldrei ógeð á þeim (nema maður spili þá í svona 20 ár stanslaust). =)
Klonoa 1
Grafík: 8,5
Hljóð: 8,5
Gameplay: 9
Endingargildi:8,9
Söguþráður: 8,5
LOKAEINKUNN: 8,7
Klonoa 2
Grafík: 8,8
Hljóð: 8,8
Gameplay 9
Endingargildi: 9
Söguþráður: 8,6
LOKAEINKUNN: 8.9