Ég á sem stendur allar tölvurnar sem eru á markaðinum núna. Allar eru þær sterkar á ákveðnum sviðum og erfitt er að gera upp á milli þeirra.
Playstation 2 = stýrispinninn er eins og hannaður fyrir bardagaleiki. Ef ég ætti að velja leik til að spila bardagaleiki, Virtua Fighter, Tekken og alla Capcom leikina þá myndi ég velja PS2. Margir klassískir leikir á þessari vél en ég er byrjaður að finna fyrir aldri hennar, sérstaklega þegar fólk gefur manni þau einu rök að GTA:Vice City sé ástæðan fyrir að maður ætti að fá sér PS2. Ef þig langar að kaupa vél undir einn leik þá er auðvitað betra að kaupa sér spilakassa. Annars eru nokkrir athyglisverðir leikir á leiðinni og þar ber hæst Devil May Cry 2.
GameCube = Stýrispinninn er vel hannaður fyrir platformer, kannski vegna þess að takkinn sem er oftast hoppi takkinn er eins og stórt X á fjársjóðskorti. Gæti ekki ímyndað mér að hann sé góður í Streetfighter leik, hvað þá Tekken. Ef þig langar í alla hopp skopp leikina þá er Gamecube svarið enda er Nintendo vel þjálfaðir í hönnun svoleiðis leikja. Auðvitað eru þeir komnir á frekar hættulega brún sem var augljóst í Majora's Mask þar sem þeir komu ekki með neitt nýtt í leikinn heldur virkaði þetta sem lítið meira en expansion pack.
XBox = stóra X-ið á markaðinum í dag. Margir safaríkir leikir á markaðinum sem freista manns, jafnvel meira en á Nintendo, kannski aðallega út af því að allir Möst leikirnir á Nintendo “eru” að koma en eru ekki komnir. stýrispinninn er vel hannaður fyrir skotleiki og sannast það kannski hvað best með því að spila Halo. Einnig getur maður treyst á að Microsoft styðji vel á bakvið tölvuna enda eiga þeir nóg af peningi til þess. Þú getur einnig sett upp Linux á XBox vélina, skondið nokk.
Ef ég ætti enga vél núna og ætlaði að kaupa mér fyrstu vélina, þá myndi ég eflaust byrja á XBox, vegna þess að Halo er bara snilldar multiplayer leikur sem single player, Splinter Cell er líka einstaklega flottur og brjálaður. Ég hefði annars byrjað á PS2 ef Metal Gear Solid 2 hefði verið PS2 only. Gamecube hefði ég keypt ef allir þessir “möst” leikir væru komnir út og væru að rokka. Svo ef þú ert að leitast eftir að spila einhverja geðveika online leiki þá eru þeir flestir á XBox sem stendur.
Ég vona að þetta hafi aðstoðað eitthvað, feel free to ignore it.<br><br><a href="
http://www.svanur.com">Svanurinn-letiblóð og ómagi með meiru</a