allveg sammála þér atlimg.
Ég nenni ekki að skrifa um þetta aftur þannig ég geri bara copy/paste af grein sem ég gerði um þetta og hún hljómar svona:
Upp á síðkastið hefur verið mikil umræða um tölvuleiki í fjölmiðlum, umræðan er ALLTAF neikvæð, um hvað við breitumst öll nánast í morðóðar drápsvélar á því að leika okkur í leikjum og að öll vandamál heimsinns séu tölvuleikjunum að kenna. þessi umræða er ekkert annað en fordómar og eins og yfirleitt eru fordómar þessir byggðir á fáfræði!
Þeir hugsa aldrei um hversu dásamlegir tölvuleikir eru, hvernig maður lifir sig inní og hugsar um hið magnaða og dásamlega ævintýri Final Fantasy X mánuðum ef ekki árum eftir að spila hann, hvað það er gaman að láta hræða sig í Resident Evil og leysa þrautir til að komast áfram, skemmtilegheitin við að sigra vin sinn í Tekken eða rústa honum í fótboltaleik. Nei nei, þetta eru allt vítisvélar sem brenna á eins og nornir.
Í umræðu fjölmiðla um Leyniskyttuna var leikjum eins og Hitman 2: Silent Assassin kennt um. Sagt var í fréttum að “talið væri líklegt að Leyniskyttan sé undir áhrifum tölvuleikja” og var þar hinn frábæri Hitman 2 hæstur á lista. Logið var í fréttum og blaðagreinum að leikurinn héti Leyniskyttan 2: Þögli launmorðinginn og margt fleira til þess einungis að vekja meiri athygli á þessu og láta fólk tengja betur saman, en allir vita að hitman og assassin þýðir LEIGUmorðingi ekki LAUNmorðingi. Svo kom í ljós að þetta væri einhver fimmtugur hermaður. Ég er viss um að fimmtugur hermaður hafi spilað “launmorðingjann tvö” og ákveðið að grípa riffilinn og byrja að skjóta fólk, ég er viss um að það hafði ekkert með geðræn vandamál hans að gera, þetta voru tölvuleikjahelvítin!
Það tóku margar verslanir ofbeldisfulla tölvuleiki af hillunum í bandaríkjunum á þessum tíma, þeir kenndu leikjunum um Leyniskyttuna. Eru vandamál bandaríkjanna ekki aðeins meiri en nokkrir ofbeldisfullir leikir? Þjóð sem hefur forseta sem hugsar ekki um annað en að brenna menn lifandi og drepa? Er það betri fyrirmynd en tölvuleikir? Það er nokkuð kaldhæðnislegt að í hinum frábæra leik Hitman 2 er maður yfirleitt að koma allskonar hryðjuverkamönnum fyrir kattarnef, að koma hryðjuverkum fyrir kattarnef…..hmmmm hljómar kunnuglega…
En nú er byrjuð umræða um GTA: Vice City. Metsöluleikur frá Rockstar. GTA:VC er einn ofbeldisfyllsti leikur sem gerður hefur verið, sem er gott mál því ofbeldi er skemmtilegt í tölvuleikjum! Leikurinn er allveg frjáls maður getur gert hvað sem maður vill í lifandi og andandi borg, aðal markmið leiksinns er að gera verkefni fyrir glæpaklíkur og spila þannig í gegnum skemmtilegan söguþráð leiksinns, klífa þannig hærra og hærra upp metorðastiga undirheimanna þar til maður ræður yfir borginni, ekki ólíkt klassísku snilldinni Scarface. En með frelsi kemur að sjálfsögðu frelsi til að gera hvað sem maður vill, T.D. að saga fólk með keðjusög og skjóta, og það er trúiði mér ÓTRÚLEGA GAMAN í tölvuleik! En það er líka allveg hægt að vera góður borgari ef maður vill, verið Pizza sendill eða slökkviliðsþjónn farið eftir umferðareglum og ekki snerta hár á höfði nokkurar manneskju, en það finnst nánast engum gaman ég bendi bara á að það sé hægt.
Það var umræða um þetta í ísland í dag áðan. Það er nokkuð athyglisvert að báðir gestirnir þar voru frá sömu hlið, hvaða hlið ætli það hafi verið? Það endurspeglar kannski enn einu sinni fordómana. Annar gestanna sagði að þetta hefði verið allt í lagi áður þegar leikir snérust um að vera “góði kallinn og drepa vonda”. En í leikjum eins og GTA:VC þar sem maður er hinum meginn við löginn að stjórna glæpasamtökum væri þetta algjör hörmung og heimsendir. En hvað um meistaraverkin Godfather myndirnar sem nánast allir fullorðnir dýrka og elska? Er Corleone fjölskyldan að starfa fyrir rauða krossinn?
Flest fullorðið fólk yfir 30 ára aldri skilur ekki tölvuleiki, það skilur þá bara ekki! Ekki mígum við yfir bækur sem foreldrar okkar lesa! Hættið þessum fordómum gegn okkar afreyingarefni. TÖLVULEIKIR ERU MEINSLAUSIR!!
Takk fyrir mig.