Þessi leikur hefur nú verið harðlega gagngrýndur fyrir að vera cel shaded enn það er grafíktækni sem gerir leikin mjög teiknimyndalegan. Og nú þegar hann nálgast óðfluga er tilvalið að skrifa eina stutta grein um hann. Ég ætla að byrja á nýjungum leiksins. Fyrsta lagi þá er Navi farinn og í staðinn kominn einhver galdrasteinn sem talar til Links og hjálpar honum eins og Navi gerði. Þetta á að virka mjög vel og trúi ég því að þetta sé fullkominn staðgengill Navi gömlu. Enn hver er steinninn og afhverju hjálpar hann? Mikil ráðgáta og sem fyrr er hér um að ræða ótrúlega stórann söguþráð. Þessi á víst að vera flóknari. Enn aðaldæmið er svona, systur Links, Arille er rænt af risastórum fugli. Hver er það svo? Leikurinn á víst að spyrja þig margra spurninga og svara þeim á réttum tíma. When the time comes you will know. Enn ein mesta og eftirtektasta nýjunginn er hæfileikinn til að sigla bátum eða seglsskipum réttara sagt. Þú færð þetta item, the Wind Waker sem getur stjórnað vindinum eða eitthvað þannig geturðu stýrt bátnum. Það er mikið af leynum að finna þar sem þú getur siglt hvert sem er með Wind Wakernum. Svo er vonandi flautur og dót eða allavega eitthvað líkt því. Ég bíð spenntur eftir þessu stykki í mars held ég. Er með sjöþúsund kallinn tilbúinn í vasanum. Ójá, hann á víst að vera 2 diskar og japanskt tölvuleikjablað gaf honum 40 af….40!!!!!!! Þetta náttúrulega tryggir okkur góðan leik. En það er þá bara þessi endalausa bið.
(P.S: Endilega farið að rífast um að hafa hann Cel Shaded eða ekki,til þess er þessi grein gerð. Það breytir engu, hann verður Cel Shaded, whether you like it or not, personally i like it.)