Ég með aðstoð hina ýmsu leikjasíðna ætla að skýra frá möguleikonum er veitast við tengingu þessara tveggja snilldar véla. Sumir GameCube leikir þurfa GBA og vissa leiki til að veita leynda möguleika, en aðrir þurfa einungis GBA. Því að GBA er auðvitað með heil 256K af minni (random access memory). Tengimöguleiki GBA og NGC hefur farið hægt af stað en á nýju ári má þó búast við að meirihluti allra titla frá Nintendo muni styðja möguleikann.
En jæja, nú ætla ég að gefa ykkur smá lista yfir nokkra leiki sem ég hef áhuga á og styðja tengimöguleikann.
<a href=”http://www.hugi.is/leikjatolvur/greinar.php?grein_id=59572“>Animal Crossing</a>
Hönnuður: Nintendo
Útgefandi: Nintendo
Þarfnast: Game Boy Advance, GameCube, GBA kapals
Animal Crossing er leikur sem býður upp á rosalega góðan stuðning við GBA. Ég hef skrifað veglega grein um leikinn og ætla ég að taka part úr henni og setja hér.
”Tengdu GBA við Game Cube vélina þína og kveiktu á. Leið og þú ert byrjaður að spila getur þú farið niður að bryggju og hitt frosk að nafni Kappei sem gefur þér kost á að fara í árabátinn hanns og sigla að lítilli eyju í fjarska, eyju sem þú getur meðal annars skýrt eftir þér. Þetta er kannski fallegt af honum en samkvæmt Cube-Europe.com (ein af síðunum sem ég sótti upplýsingar af) er ráðlegt að slá hann einusinni ef ekki tvisvar þar sem að bátsferðin er löng og hann getur farið að syngja á leiðinni. Á eyjunni getur þú t.d. sett upp fána (með þínu kennileiti örugglega) og hrist tré og fengið úr því einhvern sjaldgæfann ávöxtinn. Á eyjunni býr lítill blár fugl að nafni Michiru sem þú getur spjallað við og jafnvel haft sem hálfgert sýndargæludýr (minnir mig á svipaðan möguleika í Sonic Adventure fyrir Dreamcast). Skondið nokk, þegar fuglinn er ánægður, þá lætur hann falla til jarðar poka sem innihalda peninga, meðal annars og ef þú gefur honum ávexti sem hann hefur ekki áður smakkað, þá lætur hann falla stærri fúlgur af peningum.
GBA gefur einnig spilurum möguleika að hanna munstur og ýmislegt með því að tengja hana við Game Cube og heimsækja broddgeltina “Abele Sisters” í þorpinu þínu.“
<a href=”http://www.animal-crossing.com“>Síða Animal Crossing í ameríku</a>
<a href=”http://cube.ign.com/objects/016/016893.html“>Sonic Adventure 2: Battle</a>
Hönnuður: Sonic Team
Útgefandi: Sega of America
Þarfnast: Game Boy Advance, GameCube, GBA kapal
Ótrúlegt en satt, Sega var fyrsta fyrirtækið sem gaf út leik með stuðning við GBA kapalinn. Sonic Adventure 2: Battle er yfirfærsla (port) úr Sega Dreamcast af leiknum Sonic Adventure en í honum var mögulegt að ala upp hálfgert sýndargæludýr (þekkt sem Chaos), utan Dreamcast. En það var gert með notkun svokallaðs VMU (Visual Memory Unit, lifandi snilld). Fyrst að Game Cube hefur ekkert VMU og fyrst að hönnuðir Sonic leikjanna (Sonic Team) vildu endilega hafa þennan möguleika í Game Cube líkt og í Dreamcast forðum, þá endursköpuðu þeir Chao Garðinn (staðurinn þar sem dýrin bjuggu) til notkunar á GBA. Ég hef spilað Sonic leikina töluvert í gegnum tíðina (þó ekki eins mikið og Mario) og get með sanni sagt að þeir eru þrælskemmtilegir, allir sem einn.
<a href=”http://www.sega.com/games/post_gamegame.jhtml?PRODID=841“>Síða Sonic Adventure 2 Battle hjá Sega</a>
<a href=”http://cube.ign.com/objects/479/479090.html“>Final Fantasy: Crystal Chronicles</a>
Hönnuður: Square
Útgefandi Square
Þarfnast: Game Boy Advance, GameCube, GBA kapals <a href=”http://pocket.ign.com/objects/479/479100.html“>Final Fantasy Crystal Chronicles GBA</a>
Allir ættu nú að kannast við hina sívinsælu Final Fantasy leiki frá japanska risanum Square. Final Fantasy: Crystal Chronicles er fyrsti alvöru leikurinn frá Square fyrir GameCube og mun styðja GBA kapalinn. Þegar GBA er tengd þá mun hún virka eins og Game Cube fjarstýringin nema það að á GBA skjánum muntu geta séð stöðu karakters þíns.
<a href=”http://www.fantasysquare.com“>Final Fantasy síða</a>
<a href=”http://cube.ign.com/objects/015/015316.html“>Metroid Prime</a>
Hönnuður: Retro Studios
Útgefandi: Nintendo
Þarfnast: Game Boy Advance, GameCube, GBA kapal<a href=”http://pocket.ign.com/objects/016/016227.html“>Metroid Fusion</a>
Nintendo kynnti það í ágúst 2002 að bæði Metroid Prime (NGC) og Metroid Fusion (GBA) munu styðja GBA kapalinn á einhvern máta. Spilarar sem klára Metroid Prime geta tengst Metroid Fusion og aflæst nýjum galla handa Samus. Spilarar sem klára Metroid Fusion geta tengst Metroid Prime og aflæst uppruna lega NES Metroid á GameCube. Ekki er vitað hvort spilarar munu geta fært Metroid á GBA líkt og hægt mun vera að gera með NES leiki í Animal Crossing.
<a href=”http://www.hugi.is/leikjatolvur/greinar.php?grein_id=58057“>Metroid grein eftir JonKorn á huga</a>.
<a href=”http://www.metroid.com/“>Aðalsíða leiksins</a>
<a href=”http://cube.ign.com/objects/017/017012.html“>Legend of Zelda: The Wind Waker</a>
Hönnuður: Nintendo
Útgefandi: Nintendo
Þarfnast: Game Boy Advance, GameCube, GBA kapal
Nýjasti titillinn í hinni zívinsælu Zelda seríu. Leikirnir segja frá ævintýrum skógarbarnsins Link sem er oftast að bjarga prinsessunni Zelda. En þó í Zelda: The Wind Waker er hann að bjarga systur sinni. Með því að nota GBA geta spilarar leyft öðrum spilara að spila sem Tingle á LCD skjá GBA. Sá sem spilar sem Tingle getur hjálpað Link með því að sprengja hluti upp, skemma blómapotta og hurðir, deyða óvini.
<a href=”http://www.hugi.is/leikjatolvur/greinar.php?grein_id=58547“>Grein Aage um Zelda: WW</a>
<a href=”http://www.zelda.com“>Aðalsíða leiksins</a>
Eins og þið sjáið kæru lesendur þá eru möguleikar þessara tveggja yndislegu tækja frá risanum Nintendo óteljandi. Ef þú átt ekki bæði tækin, fáðu þér þau strax !
Heimildir ásamt mínum eigin fróðleik eru frá eftirfarandi síðum.
www.ign.com
www.nintendo.com<br><br><b>Kv, Guðjón</b>
<a href=”http://kasmir.hugi.is/Drebenson/“>Kasmír síða</a> | <a href=”mailto:asbrekka@centrum.is“>Tölvupóstur</a> | <a href=”http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=userinfo&user=Drebenson“>Skilaboð</a>
<b>Drebenson</b> er stjórnandi á: <a href=”http://www.hugi.is/dvd“>DVD</a>, <a href=”http://www.hugi.is/cc“>Command & Conquer</a>, <a href=”http://www.hugi.is/leikir“>Leikir</a>, <a href=”http://www.hugi.is/leikjatolvur“>Leikjatölvur</a>, <a href=”http://www.hugi.is/blizzard“>Blizzard Leikir</a>, <a href=”http://www.hugi.is/velbunadur">Vélbúnaður</a
Mortal men doomed to die!