EsHerP: Bara svona smá innskot í þessa “umræðu”. Þú átt ekki að eyða orku í að svara svona “árásum”. Það er jú sjálfsagt ýmislegt til í því sem kemur fram í skrifum TestType, en fyrr má nú aldeilis fyrr vera :)
Það er mín skoðun og sjálfsagt margra annara að þessi stórglæsilega jólagjöf sem dætur þínar fengu er góð hugmynd og á eflaust eftir að virka á þau sem “þroskaleikfang” frekar en hitt. Þær fullyrðingar að leikjatölvuframleiðendur framleiði ekki leiki fyrir börn eru bara hreint út sagt rangar. Einnig langar mig að benda á að reynslan sýnir að börn eru mjög fljót að læra á allt sem við kemur tölvum (hvort sem það eru heimilis- eða leikjatölvur) vegna þess hve óhrædd þau eru við að fikta og einnig vegna þolinmæði við tækin sem við fullorðna fólkið höfum kannski ekki.
Það eru til ýmsir leikir sem þær geta spilað sem eru ekki endilega framleiddir með krakka í huga - frekar en fullorðna. T.d. kappaksturleikir (bíla-, motocross-, jeppa-, rallýleikir), íþróttaleikir (körfubolti, fótbolti, íshokki, amerískur fótbolti), snjóbretta- og hjólabrettaleikir, ýmsir “platform” leikir eins og Crash Bandicoot og svona mætti lengi telja…
PS. Þetta er bara mín skoðun og ég ætlast ekki til þess að nokkur maður svari henni eða taki henni persónulega.
Áfram Xbox :)