Er það ekki oftast með Nintendo vélina að einu leikirnir sem eitthvað er varið í af einhverri alvöru eru franchise leikir eins og Zelda og Mario(Super Mario Sunshine er að mínu mati frekar mikið disappointment). Á meðan er MS að safna að sér góðum franchisum auk þess að reyna að fá marga til að gera “X-Box only” eða alla vega gefa hann út fyrst á þeirra vél. Mér finnst til dæmis athyglisvert að Nintendo snýst rosalega mikið um leikina “sem eru að koma” en ekki leikina sem til eru. XBox hefur aftur á móti marga girnilega leiki að velja um ákkúrat núna og 4 leikja bundlið var þvílík himnasending.
Annars á ég allar vélarnar og ég er einhvern veginn orðin hvað spenntastur fyrir XBox þó að það séu einungis 1 dagur síðan að ég fékk hana. Aftur á móti er maður enn að bíða eftir “THE” leikjunum fyrir Gamecube en eins og margir leikjaunnendur þá hata ég að bíða(Blizzard aðdáendur ættu að kannast við það).<br><br><a href="
http://www.svanur.com">Svanurinn-letiblóð og ómagi með meiru</a