Ef þú vilt mikla og fjölbreitta leikjaflóru þá segi ég PlayStation 2 en ef þú vilt brilliant 1st party leiki og fullt af fleiri góðum leikjum þá mæli ég með GameCube.
Hins vegar hefur GC þann galla meðal almennings að Nintendo tölvur hafa alltaf verið stimplaðar sem “barnatölvur” en ekki taka mikið mark á því. PS2 og Xbox hafa sitt magn af barnaleikjum líka svo að það skiptir engu máli hvað fólk vælir. En Nintendo framleiðir þó leiki með barnalegu útliti þó þeir séu það í raun ekki. Bara old-school leikjaframleiðsla og það skilar sér líka í First-Class gameplay! Það eru kostirnir við Nintendo leiki, gott gameplay og massíf skemmtun! Margir kvarta líka yfir því að GC sé ekki með DVD spilara en Nintendo vilja ekki framleiða neitt annað en leikjatölvu, hún er aðeins gerð til að spila leiki ekkert annað. GC hefur þó þann stóra kost að það er auðvelt að framleiða leiki í hana og sést það á öllum first generation leikjunum, þeir eru magnaðir!
PS2 hefur þann kost eins og ég sagði að vera með þónokkuð forskot í leikjaflórunni en því miður finnst mér persónulega mikið af crap leikjum í hana (ATH: það eru crap leikir í allar tölvurnar, bara mismunandi smekkur!). Það sem þú færð hérna er hins vegar built-in DVD sem er ekki mjög gott, mæli þá frekar með GC og ágætis DVD spilara ef þannig er hugsað. Það er ekki eins auðvelt að framleiða leiki í PS2 vegna vector-unit uppsetningarinnar en framleiðendur eru enn að læra. PS2 hefur þó þann ókost að vera að missa af lestinni hvað varðar grafíkgetu en GC og Xbox eru að valta yfir hana þar.
Þannig að spurningin er í raun bara hvað þú vilt. Viltu nettan kubb sem spilar eingöngu leiki og þar af eru klassískir Nintendo leikir og margir nýir og metnaðarfullir? Eða viltu svarta stöffið sem getur spilað DVD og hefur bönsj af leikjum og gott mix af góðum og brilliant leikjum?
Mín ábending: Það er of mikið af góðu stöffi á leiðinni í GC til að sleppa henni… en það er bara mitt álit ;)
Hvað finnst þér?<br><br><i><font color=“#800080”>“What if everything you see is more than what you see, the person next to you is a warrior and the space that appears empty is a secret door to another world? What if something appears that shouldn't? You either dismiss it, or you accept that there is much more to the world than you think. Perhaps it really is a doorway, and if you choose go inside, you'll find many unexpected things”</font></i>
<b>-Shigeru Miyamoto-</b>
<font color=“#FF0000”><a href=“mailto:arnarfb@mmedia.is”>E-mail</a> | <a href="
http://kasmir.hugi.is/jonkorn“>Kasmír síðan!</a> | <a href=”
http://jonkorn.tk“>Hin síðan!</a></font>
<b><font color=”#800080“>Nintendo GameCube</font> | <font color=”#008000“>Microsoft Xbox</font> | <font color=”#0000FF">Sony PlayStation 2</font></