Já en af hverju að gefa út OoT aftur. Það verður jafn lítil munur að spila hann og original og það er að spila Fifa leikina.
Eini Zelda leikurinn sem þarf eiginlega betri grafík er sá fyrsti, grafíkin er það slöpp að hún dregur úr gæðum leiksins, það er margt sem skilar sér ekki. Til dæmis þegar þarf að komast að einum kastalanum þá þarf maður að fara up,up,up,up (munið þið eftir því), þá fer maður upp 4 skjái þar sem hver skjár er nákvæmlega eins og sá á undan og maður hreyfist ekkert á kortinu fyrr en eftir 4 skjái þá kemst maður í kastala. Þá á Link að vera uppi á Death mountain, ég vissi það ekki fyrr en ég las það, maður fær enga tilfinningu fyrir því að maður sé á uppleið. Sama á við eyðimörkina og íslandið hjá kirkjugörðunum. Fyrsti Zelda gæti orðið mjög góður í 3d. Það yrði að fækka óvinum því oft eru kannski 10 óvinir á hverjum skjá og bæta gervigreindina hjá þeim því þeir labba og skjóta algerlega random. Kastalarnir yrðu að breitast, það væri mjög leiðinlegt að fara alltaf úr einu herbergi úr öðru og þurfa oftast að drepa alla í herberginu. Svo yrði að bæta við þorpum og einhverjum mini-games, maður verður af fá stað til að chilla.
Það yrði örugglega fínn leikur, heimurinn í honum er sennilega stærri og flóknari en í Link to the past eða OoT.