Málið er þannig að ég er búinn að kaupa Xbox, en má ekki fá það fyrr en um jólin (who's the man of the house spyr ég?). Ég fæ náttúrulega með JSRF, Sega GT og svo keypti ég mér um daginn Rallisport Challange - en mig vantar byssu/blóðbaðs/skotbardagaleik…
Hver er að ykkar mati besti þriðju persónu skotbardagaleikurinn (eða hvað maður kallar það)?
Ég er vanalega ekki mikið fyrir svona “shoot-'em-up” leiki, verð oftast bílveikur/sjóveikur á þeim.. En mér skilst að það sé viðurkenndur sjúkdómur :)
Ég er soldið spenntur fyrir Hitman 2 því að mér skilst að maður geti valið milli fyrstu og þriðju persónu veiw.