Ég ætla að kaupa mér fótboltaleik í PS2. Ég hef prófað Fifa 2003. Mér finnst hann að mörgu leyti ágætur og gæti trúað því að hann endist mun betur heldur en gömlu Fifa leikirnir. Mér gekk ansi illa í semi pro (næst erfiðustu stillingunni í Fifa 2003) sem mér finnst mjög gott og í auðveldustu stillingunni þá var maður svo sem ekkert að brillera heldur þannig að endingin í Fifa 2003 ætti að vera ágæt.
Hvað með þessa leiki eins og This is football, Pro Evolution soccer og ISS Pro. Er eitthvað varið í þá? Hvaða fótboltaleikir eru þeir heitustu í dag?
Ég var að lesa greinar hérna þar sem þið segið að leikmennirnar séu ekki kallaðir réttum nöfnum og einhvers staðar á netinu segir að Aston Villa séu kallaðir “Dublin” vegna réttindavesens í einhverjum af þessum leikjum. Það er eitthvað sem ég get eiginlega ekki þolað, en ég vill gott endingamikið gameplay. Ég vill ekki leik þar sem það er nóg að hafa einhvern snöggan leikmann sem sólar alla úr úr skónum og neglir tuðrunni síðan í bláhornið framhjá glötuðum markverði andstæðinganna sem gerði fátt annað en að rúlla boltanum í fæturnar á framherjunum mínum.
Fifa 2003 er reyndar alls ekki þannig, en spurning er hvernig aðrir fótboltaleikir eru í samanburði við Fifa 2003.
Endilega komið með ykkar skoðanir á þessum leikjum. Bara þessum nýjustu, ekki einhverjum gömlum leikjum fyrir PS1.
Einnig var frábært ef þið gætuð bent mér á ítarlega úttekt á þessum leikjum, sem væri helst með video upptöku af leikjunum, á netinu.
Látið í ykkur heyra.
Þakka ykkur fyrir.