Núna á næstunni kemur á GBA The Legend of Zelda: A Link to the Past.
Allir ættu nú að muna eftir þessari elsku á SNES og ef einhver ykkar hefur ekki spilað hann vitið þið ekki hverju þið eruð að missa. Það eiga náttúrulega eftir að verða breytingar á leiknum og ég er að vonast eftir nýjum dungeons. Þetta er eflaust besti Zelda leikur sem ég hef spilað (er eiginlega jafn með OoT) þrátt fyrir hve gamall hann er.
En þetta verður ekki bara þessi Link to the Past heldur fylgir einn glænýr með. Hann heitir The Four Swords og þá geturðu spilað glænýjan Zelda leik með vinum þínum. Þið getið verið allt að fjórir í einu og þessi leikur reynir á samvinnu (en líka samkeppni hehe)
Þetta á að vera vægast sagt magnaður leikur og það er víst link-up á milli GBA leiksins og GC…..