Tekið af Skífan.is


Sony Computer Entertainment Europe (SCEE) tilkynnti í dag að meira en 10 milljónir PlayStation 2 véla hafi verið seldar til notenda í Evrópu.

Eftirspurn eftir PlayStation 2 í Evrópu hefur farið stighækkandi og hefur vélin selst betur en fyrsta vél Sony, PS one, í hlutfallinum 2.4 á móti 1. Slík er eftirspurnin eftir PlayStation 2 að síðustu milljón eintökin seldust á síðustu 2-3 vikum.

“Það er hin einstaka samblanda þeirra 400+ leikja sem fáanlegir eru á PlayStation 2, samhæfnin við hina 1,300 titla sem til eru fyrir PS one, og að hægt sé að nota tölvuna sem DVD spilara án nokkurra aukahluta sem gert hafa PlayStation 2 að sigurvegaranum.” segir Chris Deering, Forstjóri Sony Computer Entertainment Europe. “Útgáfan fyrir þessi jól er, án nokkurs vafa, sú besta sem við höfum haft frá upphafi. Með leiki á borð við GTA Vice City sem slegið hefur öll met og hinn ótrúlega The Getaway sem hefur verið að fá mjög góða dóma. Það eru til frábærir leikir í öllum gerðum og fyrir alla aldurshópa. Og þar sem internet tengingin mun svo fara í gang í vor, hefur aldrei verið betri tími en einmitt nú til að eiga PlayStation 2.”

Sony Computer Entertainment Europe (SCEE) er leiðandi í útgáfu á leikjum fyrir PlayStation 2, með útgáfu á gæðaleikjum, sem koma aðeins út á PlayStation 2. Til að standa undir þessari yfirlýsingu gefur SCEE út marga leiki sem eru nauðsynlegir í safnið : The Getaway, WRC II Extreme, This is Football 2003, Formula One 2002, Tekken 4, Ratchet and Clank og Kingdom Hearts. Frekari upplýsingar um útgáfuna má finna á www.playstation.com