Það eru vinsæl rök þegar talað er um leikjaúrval vélanna þriggja að PS2 beri þar höfuð og herðar yfir Xbox og Gamecube.
Ég sá þessar tölur á tothegame.com
Leikir komnir út:
PS2 - 366
XBOX - 195
GC - 146
Leikir í vinnslu:
PS2 - 317
XBOX - 292
GC - 198
Ég verð nú að játa að ég hélt að þessi munur væri mun meiri sérstaklega þegar tekið er tillit til hversu gömul PS2 er orðin. Og fyrir okkur xbox eigendur er ánægjulegt að sjá hversu margir leikir er væntanlegir vs. PS2. Þar er varla neinn munur til að tala um. Verst að GTA serían er ekki inní þeirri tölu hjá okkur :(
ps. Eftir því sem ég best veit eru þetta tölur yfir alla leiki án tillits til svæða.