Einsog allir vita þá sló Red faction rækilega í gegn og nutu hans margir og gera enn. Stuttu eftir komu leiksins tilkynntu THQ um útgáfu Red Faction 2. Núna geta íslendingar rölt niðurí BT eða skífuna og keipt sér eintak af þessum frábæra leik;)

Þessi leikur er algjör snilldar fyrstu-persónu skotleikur þar sem hægt er að sprengja hreinlega allt í loft upp.

Leikjavél leiksins hefur verið uppfærð, en byggir þó enn á grundvallar tækni fyrri leiksins. Grafíkin hefur verið tekin í gegn, sem og gervigreind óvinanna.

Hér fer maður í hlutverk sprengjusérfræðingsins Alias sem gerir allt til að vernda land sitt með hjálp 5 sérsveitarmanna.

Hann er frábrugðinn hinum leiknum og söguþráðurinn allt annar. ég bjóst reindar alltaf við að hann yrði frammhald af RF1 en jæja svo var ekki.

Það er bara leiðinlegt að maður geti ekki linkað í honum, en maður getur notað multytab og spilað með 3 öðrum.

Endilega.. ef að það er eitthvað í greinni eða greinin yfir heild sem er að angra ykkur þá megiði halda því fyrir ykkur sjálfa/r ;P

Mitt álit:

Graffík: 80%
Hjóð: 85%
Endingartími: 60%
Spilun: 80%

Yfir heild: 90%