Þetta er ekki til hér á landi nei, og mun það ekki breytast í náinni framtíð. Ef þig vantar eitthvað annað fyrir xboxið, annað en allra mestu grunnhlutina(controller, memory kort, Scart snúru, loftnets snúru) þá verðuru að panta það. Vinur minn var búinn að bíða eftir því í heila eilífð að BT myndu fá inn Advanced AV Pack (sem er scart úttengi með digital optical tengi út fyrir 5.1 hljóð). Beðið var og beðið og svo á endanum sögðu þeir að að hann þyrfti bara að panta þetta af Amazon! Sem var þá búið að gera.
Síðan þegar pakkinn kom í hendur mínar(ég pantaði mér líka einn sollis) þá var tengingaleysið frekar mikið. Ég nefnilega þarf á optical out að halda, en ekki SCART. Þá fann ég <a href="
http://www.digital-x.de/news/xvga_box_order/xvga_box_order.htm">þetta</a>. Lítur út fyrir að svara öllum mínum vandræðum. Bíð bara eftir svari núna frá framleiðendum. Umtal um þetta box hefur verið mjög jákvætt, ásamt boxinu hans KGasper. Sem er þetta box sem korkahöfundur bendir á.