Núna er jólavertíðin að hefjast og mun hún án efa skera úr um hvaða vél stendur uppi með silfrið í leikjatölvustríðinu. Það er jú enginn spurning hver hampar gullinu :)
Í síðustu viku náði Xboxið þeim merka áfanga að fara í fyrsta skipti framúr Gamecube í heildarsölu í Bretlandi. Það sem er hins vegar mun merkilegra eru sölutölurnar fyrir síðustu viku í bretlandi. Það seldust alls 10.371 eintak af hlunknum góða sem er hvorki meira né minna en 42% aukning frá vikunni á undan!
Camecube á hinn bóginn seldist mun verr eða í aðeins 6.657 eintökum. Þetta er mun meiri munur en hefur tíðkast á milli þessara véla.
Þetta mikla stökk sem Xbox hefur tekið Í bretlandi er þó enginn tilviljun því nú er verið að selja Xbox böndlað með tveimur frábærum leikjum á sama verði og hún kostaði áður ein. Leikirnir sem um ræðir eru Sega GT 2002 og Jet set radio future. Semsagt engir slorleikir eins og venjan er yfirleitt með svona tilboð.
Þetta eru sannarlega góðar fréttir fyrir Xbox unnendur en að sama skapi vondar fyrir Nintendo.
Það má svo bæta því við að ég hef nokkuð góðar heimildir fyrir því að þetta sama tilboð (Xbox+2leikir) verði sett í sölu hér á Íslandi innan skamms.