Nokia fer á lófatölvu markaðinn.
Já, ég veit að Nokia er löngu byrjað að bú til leiki fyrir gemsana sína, en nú ætla þeir að koma með lófa tölvu. Þessi sími er verður aðalega fyrir leiki. Síminn er kallaður N-Gage. Aðsögn Nokia á síminn að vera fyrsti síminn frá fyrirtækinu sem leyfir fólk að spila “gæða leiki” og á að vera hægt að spila í multi-player með því að nota símalínur, en spurningin er hvort það verður ekki mjög dýrt. Leikirnir eiga að vera á minniskubbum og eru þeir finnsku búnir að fá nokkra 3rd party aðila til að hjálpa sér og þar má nefna Sega! Ekki eru þeir enn búnir að segja neitt um kraft tölvunar eða neitt en þeir sýndu samt tölvuna samt á staðnum en er hún mjög svipuð og Gameboy Advance í laginu með skjáinn í miðjunni en talvan er með miklu fleirri takka. En Nokia ætlar að segja okkur miklu meir frá tölvunni næsta febrúar. En aðal spurningin er, verður þetta flopp einsog allar aðrar tölvur sem hafa reynt að komast inná þennan markað. Þó þessi tölva verði miklu betri en Gameboy Advance á hún aldrei eftir að seljast betur en hún, það er einfalt að Nintendo á lófatölvu markaðin en samt getur Nokia selt þetta ágætlega. Hvað haldið þið?