Emerson Arcadia 2001 Jæja, mér hundleiðist núna þannig að afhverju ekki að senda inn grein á huga, og um hvað? Það sem varð fyrir valinu er The Emerson Arcadia 2001.


Emerson Arcadia 2001 var gefin út árið 1982 af Emerson Radio, en Leisure-Vision var gefin út 1980 eða 1981 (ekki viss) og var hægt að fá nokkra leiki í gegnum “Consumers Distributing” í Kanada. Það var líka sagt að tölvan entist bara í 2 ár og Haminex varð dreifingaraðilinn í smá tíma áður en hún dó út. árið 1984 var enþá hægt að panta leiki fyrir Leisure-Vision í “SEARS” vörulistanum. Þessi leikjatölvu “lifði” aðeins í 2 ár er það fór niður með Crash. Leikja safnið stækkaði aldrei yfir 35. Grafíkin er svona eins og blanda af Odyssey 2 og Intellivision, meirasegja stýripinnarnir líta út eins og Intellivision með skrítna stýripinnanum sem er hægt að skrúfa inn eða út í miðjum disk. Leikja “hylkin” (kann ekki að orða þetta alveg… allavegana er það carts á ensku) komu út í tveimur gerðum, stuttum eins og í Atari 2600 og löngum eins og í Xonox. Mikið af fólki fer að pæla, afhverju í andskotanum tvær gerðir af “hylkjum?” noone knows why..
Það eru líka tvær heyrnatóla jack-instungur á, ein á vinstri hliðinni og hin á hægri hliðinni. Auka instungurnar sem eru aftan á tölvunni átti að nota fyrir einhvað svipað og “atari” paddles (sem ég veit ekki alveg hvað er).
Arkadia er með 8-bita kerfi. Aðal “örgjörfinn” er Signetics 2650 CPU og Gráfík og hljóðkerfið er Signetics 2637N.
Aðal örgjörfinn vinnur á 3.58 Mhz.
Hún er með 1 kb í ram, ekkert Rom,
Litakerfið er 9 litir (4 characters,4 sprites, background) Hljóðið: Single Channel “Beeper”
Hægt er að vera með 2 stýripinna í henni og 2 12 takka hnappaborð.

Arkadia var gefin út í mörgum löndum en var aldrei með sama nafnið, en leikirnir fyrir sitthvort nafnið á kerfinu virkuðu vel.
Í Kanada er Arcadia kölluð Leisure-vision gefin út af Leisure-Dynamics, en var síðan seinna gefin út af Haminex.
Í Þýskalandi var hún kölluð Haminex HMG2650.
Í Frakklandi var hún síðan kölluð Advision Home Arcade.
Í Ítalíu var hún kölluð Schimd TVG2000, það er til clone af Schmid sem kallast Tele-fever en tele-fever leit ekkert út eins og Schmid..
Í Nýja-Sjálandi kallast hún Video Master.
Tele-fever var soldið sérstök, hún var svört með tveimur stýripinnum. Stýripinnarnir voru með hnappaborði til vinstri, Joystick-i í miðjunni og rauðu ljósi til hægri. Rétt hjá player 1 stýripinnanum eru takkar til að stjórna leiknum (reset, select, option, start og power).

Tele-fever var gefin út í Þýskalandi með 4 leikjum, Astro Invader, Jump Bug, Soccer og Tennis. Það var líka Arcadia clone sem að var kallað Intercord, sem var líka gefin út í Þýskalandi (Kassinn og kerfið líta eins út og Schmid TVG 2000.)

Ótrúlegt en satt, þá líta Arcadia 2001, Leisure-Vision, Haminex HMG2650 og Schmid TVG2000 allar nákvæmlega eins út. Eini munurinn er sá að nafnið er öðruvísi..

Arcadia 2001 kom út í Japan sem Bandai Arcadia, hér er smá listi af leikjum sem að komu út þar, Alien Invaders(lítill)Cat Trax(stór) Escape Man(stór), Super Gobbler (stór) og Kidou Senshi Gundamu, sem að er þýtt sem Mobile Soldier Gundam.

Nokkrir leikir sem að komu út í Emerson Arcadia 2001:
Cat Trax, Space Attack, Escape, Funky Fish, Space Raiders, Brain Quiz, Space Vultures, Alien Invaders, Space Mission, Missile War, Ocen Battle, Red Clash, 3D Bowling, American Football, Baseball, Soccer, Braekaway, Star Chess, Capture, Tanks A Lot, Crand Slam Tennis, Pleiades, Jungler, 3D raceway, Alien Invaders, Baseball, Capture, Crazy Gobbler, Crazy Climber, Escape, Funky Fish, Galaxian, Hobo, Home Squadron, Jump Bug, Jungler, Ocean Battle, Pleiades, RD2 Tank, Red Clash, Robot Killer, Route 16, Space Chess, Space Mission, Space Raiders, Space Squadron, Space Vultures, Spiders, Super Gobbler, The End, Turtles Turpin

Það er hægt að ná í Arcadia emulator á http://users.aol.com/mk14emu/arcadia.htm en það er ekki búið að update-a það síðan 1998, samt gaman að prófa ;)

Jæja, ég tel þetta vera gott í bili, Vonandi verður þessi grein samþykt því að ég var lengi að gera hana…

Twacke
“You Don't love a person because she is beautiful! She is beautiful because you love her”