Mest seldi leikur allra tíma í PS2 er GTA3. Það er varla ein manneskja á jörðinni sem býr í siðmenntuðu þjóðfélagi sem ekki hefur að minnsta kosti heyrt um hann. Nánast allir fögnuðu þessum leik nema nokkrar úrillar mömmur í vesturbænum vegna endalaus frelsis sem var í honum, borgin sem maður er í er í raunini allveg lifandi eins og alvöru borg og endist leikurinn þess vegna nánast endalaust og er ég búinn að eiga hann í 10 mánuði og er ekki enn kominn með leið á honum og er hann að mínu áliti besti leikur sem hefur nokkurn tíman verið gerður!
En eftir gífurlega velgengni GTA3 eru fullt af leikjum af sömu tegund að koma á PS2 sem er ekkert nema gott. Hér fyrir neðan er listi yfir nokkra af þeim leikjum.
GTA: Vice City:
Þetta er sá leikur sem allir eru að bíða eftir, hann er næsti leikur á eftir GTA3 í GTA seríuni (döö) og mun hann bjóða upp á allt sem gerði GTA3 svona frábæran plús margt fleira. Það verður T.D. hægt að fljúga þyrlum, keyra mótorhjól, fara inní yfir 60 byggingar og það eru tvöfallt fleiri vopn og bílar í honum og þrefallt stærri borg en í GTA3! Og einnig verður aðal persónan með sinn eigin persónuleika og talar annað en í GTA3. Það eru aðeins rúmar 2 vikur í útgáfu leiksinns (8 nóv.) og eru mínar væntingar mínar til leiksinns hvorki meiri né minni en að þetta verði besti leikur allra tíma!!
The Getaway:
Þessi leikur hefur verið í vinnslu í rúm 4 ár og er búist við gífurlega miklu af honum. Lítið hefur verið gefið um þennan leik en eru þó nokkrir trailerar og myndir á IGN og gamespot. Í þessum leik getur maður verið bæði lögga og glæpamaður og er hann meira “story based” en GTA: vice city en ekki með eins mikið frelsi. Hasar í honum svipar svolítið til Max Payne og er hægt að stökkva til hliðar læðast með veggjum og taka gísla í honum. The Getaway er væntanlegur 5 desember og býst ég við miklu af honum!
True Crime:
Þessi leikur ekki væntanlegur fyrr en á næsta ári en lítur þrusu vel út, það sem gerir hann aðeins öðruvísi en hina er að þetta er líka mikill bardaga leikur og er hægt að skora menn á hólm í bardaga í honum, annars er lítið búið að segja um hann enda er hann ekki næstum því tilbúinn.
Ef þið viljið meiri upplýsingar um einhverja af þessum leikjum þá eru official síðurnar hér fyrir neðan:
www.vicecity.com
www.thegetaway.co.uk
E kki er til official true crime síða.