** Online-leikur:
Það getur verið að þeir ætli að tilkynna Pokemon Online eða sýna í fyrsta skipti Mario Kart Online, hver veit. Það væri í sjálfu sér rosaleg frétt fyrir japana að fá Pokemon Online en þar sem vesturlandabúar eru ekki eins háðir þessum pokadýrum þá held ég að þetta væri bæði stórfrétt fyrir marga og svekkjandi fyrir aðra. Mario Kart Online væri hins vegar stórar gleðifréttir og staðfesting á kjaftasögunum um að hann yrði online. Þið hafið örugglega mörg prófað Mario Kart leikina, þeir eru snilld. Óteljandi möguleikar sem væru í boði í svona online leik. Zelda Online? Nah… Einnig hefur alltaf verið sagt að það sé eitthvað við Metroid Prime sem ekki hefur verið sagt frá. Getur verið að Metroid Prime verði með Online möguleika?
** Dragon Quest GameCube Exclusive:
Margir hafa velt því fyrir sér hvort að Nintendo hafi keypt exclusive réttinn á Dragon Quest leikjunum. Þær vangaveltur eru örugglega úr lausu loft gripnar þar sem framleiðendur DQ leikjanna vilja færa leikinn á þá tölvu sem hefur flesta notendur. Playstation 2 yrði þá væntanlega fyrir valinu. En fyrir þá sem ekki vita hvaða leikir Dragon Quest eru þá eru þetta leikir sem eru “heitari” en Final Fantasy í Japan. Sjálfur þekki ég ekki mikið til þessara leikja..
** Nintendo hafa keypt leikjaframleiðanda:
Þetta er það sem ég gæti talið líklegast af því sem spáð hefur verið í, en Nintendo eru þekktir fyrir að koma á óvart. Það sem ég hef séð á forums á netinu er að fólk spáir að Nintendo hafi keypt Capcom, Namco eða SEGA jafnvel. Þetta er þó talið ólíklegt þar sem Nintendo eru hrifnari af því að kaupa minni fyrirtæki og “rækta” þau upp í góða framleiðendur. Capcom eru taldir líklegastir af þessum 3 fyrirtækjum en margir framleiðendur innan Capcom hafa lýst yfir aðdáun sinni á GameCube og Nintendo yfir höfuð. SEGA eru þó ekki taldir ólíkegir en samband Nintendo og SEGA hefur þróast mjög upp á síðkastið, sem leiðir okkur að…
** Mario og Sonic saman í leik:
Þetta hefur verið umtalað á forums síðan SEGA hættu að framleiða tölvur og fóru í multi-platform production. Eins og menn vita þá er Sonic serían exclusive á GameCube og hafa menn verið að vonast til þess að Nintendo og SEGA myndu leiða saman gömlu andstæðingana í sama leikinn, Mario og Sonic. Þetta yrðu mjög stór tíðindi þar sem þessi tvö “mascots” eiga einhverja mest seldu og vinsælustu leiki sögunnar, og eru hvað þekktust.
** Shigeru Miyamoto að hætta:
Þetta er talið MJÖG ólíklegt, þar sem maðurinn er hvorki kominn á aldur né kominn með leið á leikjahönnun. En margir hafa velt þessu fyrir sér svo ég ákvað að skella þessu inn… Þessi snillingur á eftir að búa til meistaraverk fyrir okkur þangað til hann verður lagður inn :)
** Nintendo hætta að framleiða leikjatölvur:
Þetta er ekki talin vera tilkynningin stóra þar sem Nintendo menn hafa verið að gefa í skyn að þetta sé eitthvað stórt og eitthvað skemmtilegt, þannig að ekki getur verið að þeim finnist skemmtilegt að draga sig úr “leikjatölvustríðinu” gamla. Þetta myndi líka þyða það að Nintendo færu að framleiða leiki fyrir PS2 og Xbox, I suppose. Þeir hafa gefið GameCube 8 ára líftíma sem er mun lengra en venjulegur líftími, 5 ár, svo að þeir tilkynna það ekki strax EF af því verður.
** Nintendo kynnir Nýja GameBoy! GameBoy Advance II:
Það hafa verið vangaveltur um það að Nintendo ætli að gefa út nýja GameBoy Advance vél sem á að vera mun öflugri en áður og með backlight sem dæmi. Þetta er talið líklegt en ekki er líklegt að þeir kynni hana strax, þar sem GBA er í fullu fjöri. Einnig efa menn að þeir myndu gera þetta því það væri eins og að þeir væru að svíkja þau sem nýlega hafa keypt GBA, svo að ég mundi segja að GBA verði áfram í friði í ár eða svo, leyfa henni að seljast almennilega og kynna svo GBAII. En hver veit… Menn hafa verið að velta því fyrir sér hvort þetta sé líklegt þar sem GBAII yrði mun öflugri, með öflugri skjá og hugbúnað til að geta tengst GameCube betur og verið nýtanlegri. Einnig hafa komið upp getgátur um að GBAII eigi að geta spilað Mini-DVD myndir og tengst sjónvarpi. En það er eflaust bara draumur manna út í bæ.
** Nintendo kynnir nýjan leik:
Kid Ikarus? Ice Climbers? Ég veit það fyrir víst að ég væri til í að fá þessa gömlu góðu aftur í nýjum búning. Ice Climbers fengu hlutverk í Super Smash Bros. Melee og Kid Ikarus trophy var í SSBM þar að auki þannig að það gæti verið hint um að þeir væru með þá í “secret production”. Aldrei að vita. Einnig hafa verið vangaveltur um það að Nintendo séu að koma með nýtt andlit inn í fagran hóp leikja sinni. Einnig hefur nafn á nýjum leik frá þeim sprottið upp, GameCube Wars. Ekki veit ég neitt um þann leik…
** Mario retires:
Þetta rakst ég á núna nýlega þar sem menn hafa verið að koma með getspár um það að Nintendo ætli að leggja Mario á hilluna. Þetta STÓREFA ég þar sem Super Mario Sunshine er að slá í gegn víðsvegar um heiminn. Menn hafa komið með þau rök að Mario hafi gert allt og að hann sé orðinn þreyttur. Það er nóg að gera fyrir Mario og eins og menn muna að áður en SMS var kynntur in details (FLUDD details) þá héldu menn að þetta yrði Mario 64 remake og bara steiking á því efni, en svo var ekki. Nintendo tekst alltaf að koma með nýtt efni í Mario leikina svo þetta er ekki talið líklegt…
** Nintendo kynnir nýjan Zelda leik:
Þetta er talið það ólíkegasta af öllum kjaftasögunum, en einhverjir hafa velt því fyrir sér hvort Nintendo hafi verið að búa til realistic looking Zelda. Spaceworld 2000 anyone? Það væri mjög skemmtilegt að fá einn Cel-Shaded og einhverjum mánuðum seinna kæmi einn realistic mofo í safnið, en líkurnar eru litlar sem engar, svo ekki taka þessu mjög alvarlega. En eins og ég sagði áðan, hver veit. Nintendo eru teasers. Sem leiðir okkur að annarri gamalli kjaftasögu…
** The Legend of Zelda: Ocarina of Time remake:
Þið munið öll eftir þessu, að Nintendo ætluðu að gefa út 2-3 diska endurútgáfu af OoT með GameCube grafík, realistic looking Zelda (Spaceworld 2000?), og það með möguleikanum að velja á milli GC og N64 grafík (new vs. classic). Ásamt því að það yrðu dungeons sem ekki hafa verið áður sem og special features. Þetta er alveg möguleiki finnst mér þar sem Nintendo vilja meina að þessi tilkynning þeirra verði stór, en einhvern vegin efa ég það að þetta sé málið…
** Nintendo kynnir nýja leikjatölvu:
Tja… ólíklegt þar sem GC er með 8 ára líftíma samkvæmt Nintendo, en þar sem Sony og Microsoft hafa gefið það út að þau fyrirtæki séu að hanna PS3 og Xbox2 þá gæti það vel verið að Nintendo ætli að slökkva í kjaftasögunni um að þeir ætli að draga sig úr leikjatölvuframleiðslunni með því að kynna nýja Nintendo vél. Eins og komið hefur fram að minnsta kosti tvisvar þá hefur GC 8 ára líftíma svo að Nintendo myndu taka sér góðan tíma í að hanna og betrumbæta nýju vélina og gera hana near perfect, sem aftur á móti mundi koma sér illa því hún kæmi það löngu á eftir PS3 og Xbox2 að þær tvær tölvur hefðu talsvert forskot… We all know Nintendo loves surprises!
** Nintendo kynnir harðan disk:
Í samkeppninni við Sony og Microsoft þá gætu Nintendo ákveðið að gefa út eigin harðan disk í samvinnu við eitthver fyrirtækið. Diskurinn væri of course nýtanlegur fyrir online leikina og auðvitað fyrir save-in okkar. Þetta finnst mér samt ólíklegt þar sem Nintendo vilja bara tölvurnar sína sem leikjatölvur og því eins og leikjatölvur voru upphaflega hannaðar, ekki með hörðum disk. Við munum nú hvernig hugur þeirra var að CD drive, dömpuðu Sony með sína PlayStation vél, vildu ekki CD drif í N64 and so on. En með þróun þá kom GC með mini-DVD drifi þannig að harðurdiskur er ekki endilega fjarlæg pæling…
Þetta er undirskrift