Nintendo wavebird er lentur, og það kallar á smá umfjöllum hér á huga…
Wavebird er þráðlaus stýripinni fyrir Nintendo Gamecube, og er fyrsti first-party þráðlausi stýripinni sögunnar (ef ég man rétt)! Maður getur semsagt spilað algerlega lag-free, án truflana marga metra í burtu - 20 fet/6 metra samkvæmt Nintendo, en wavebirds eru þekktir fyrir að virka í allt að 90 fet/30 metra frá tölvunni! Og það algerlega án truflana eða annara óþæginda. Hún gengur fyrir tveimur AA rafhlöðum sem þarf að skipta um eftir 100 klst. samfellda spilun. Hægt er að velja á milli 16 tíðna þannig að það er hægt að hafa 4 'Cuba með 4 wavebirdum hver án þess að pinnarnir “ruglist” á hvaða controller port þeir eiga að vera tengdir ;)
Wavebird kostar ekki nema örlítið meira en venjulegur stýripinni og það er því um að gera að næla sér í einn, eða hvað? Það er nefninlega eitt sem wavebird hefur ekki, og það er “rumble feature”. Til að lengja líf rafhlaðanna er wavebird hafður algerlega án titrings, enda myndu rafhlöðurnar ekki endast nema í fáeinar klukkustundir með titringi. Það fer svo eftir því, hve mikils þú metur rumble, hvort wavebird sé rétti stíripinninn fyrir þig.
Það skal tekið fram að bæði MadCatz og Logitech bjóða upp á þráðlausar lausnir fyrir Gamecube - með rumble, en þær hafa ekki reynst nærri því eins vel og wavebird.
Allt í allt er þetta snilldarlegur pinni og í raun draumur margra sem eru orðnir þreittir á stuttum snúrum, flækjum, að labbað sé á snúrurnar, whatever ;)