GameCube - GameBoy Advance tengingin GameCube and GameBoy Advance, sitting in a tree, K-I-S-S-I-N-G…

Ahem. Nú þekkja margir sennilega GC-GBA tengið sem gerir spilurum kleift að nota GBA ásamt GC leikjum. Mér datt í hug að skrifa upp smá lista yfir leikina sem að styðja þennan fítus.


<b>Sonic Adventure 2: Battle</b>
Kominn út á öllum svæðum

Ótrúlegt en satt, en SEGA voru fyrstir með að gefa út leik á GC sem nýtti sér GC-GBA tengið. Hægt er að niðurhlaða <i>Chao Garden</i> í annaðhvort tóma GBA eða GBA með <i>Sonic Advance</i> leik í. Í Chao Garden er hægt að rækta lítil dýr, Chao, og vistað á Sonic Advance hylkin. Hefur engin áhrif á GC leikinn, en samt sniðugur aukahlutur fyrir þá sem eiga báða leikina.


<b>Disney's Magical Mirror</b>
Kominn út á öllum svæðum

Hægt er að upphlaða leikjaskrám úr <i>Disney's Magical Quest</i> á GBA, og hefur það víst einhver smávægileg áhrif á upplifun spilarans í Magical Mirror. Sennilega ekki miklar breytingar, þar sem engin hefur minnst á þær…


<b>Animal Crossing</b>
Kominn út í Japan og Bandaríkjunum

Þessi leikur var bókstaflega hannaður með GC-GBA tenginguna í huga. Með henni er hægt er að niðurhlaða gömlum NES leikjum í GBA tölvuna, hanna nýja grafík fyrir leikinn og heimsækja sérstaka leynieyju þar sem hægt er að finna sjaldgæfa hluti og fullt af peningum. Auk þess er líka hægt að tengja e-Reader tækið við tölvuna og upphlaða fullt af aukahlutum fyrir GC leikinn eins og tónlist, persónum, hlutum og grafík. Þessi leikur sýnir vel alla möguleikana sem þessi tenging hefur upp á að bjóða.


<b>Crash Bandicoot: Wrath of Cortex</b>
Kominn út á öllum svæðum

Crash Bandicoot: Wrath of Cortex á GC er nákvæmlega eins og forverar sínir á XBOX og PS2, nema að hægt er að tengja hann við GBA tölvuna og spila <i>Crash Blast</i>, lítinn smáleik hannaðan af upprunalega þróunaraðila fyrstu tveggja Crash Bandicoot leikjanna, Vicarious Visions. Ekki mikið annað að segja um þetta, sennilega ekki þess virði að kaupa þrátt fyrir tenginguna.


<b>Metroid Prime</b>
Ekki kominn út

Samkvæmt Nintendo munu <i>Metroid Prime</i> og <i>Metroid Fusion</i> tengjast á einhvern hátt. Þeir vilja halda því leyndu enn sem komið er, en það er nokkuð öruggt að tengingin verður flott, sama hvernig hún verður notuð. Eina sem Nintendo segja er: “Incredible”…


<b>Phantasy Star Online Episode I & II</b>
Kominn út í Japan

Hægt verður að tengja GBA við leikinn og spila smáleiki við aðra spilara sem nenna ekki að spila PSO. Hægt verður að velja úr <i>Chu Chu Rocket</i>, <i>Columns Crown</i>, <i>Puoy Pop</i> og <i>Nights into Dreams</i>. Þessir leikir koma út á GameBoy Advance síðar, svo að þetta gefur fólki færi á að prófa leikina áður.


<b>Rayman 3: Hoodlum Havoc</b>
Ekki kominn út

Spilarar munu víst geta niðurhlaðið nýjum borðum í GBA útgáfuna af <i>Rayman 3: Hoodlum Havoc</i>. Ekki mikið meira er vitað um tengingu þessarra leikja.


<b>Legend of Zelda: Baton of the Wind</b>
Ekki kominn út

Þegar GBA tölvan er tengd við leikinn mun Link geta notað GBA sem hlut í leiknum. Annar spilari getur stjórnað Tingle, litli álfurinn sem hjálpar Link, og gert ýmsa hluti honum til hjálpar, t.d. að brjóta vasa, fleygja sprengjum, opna hurðir, allt á meðan Link gerir eitthvað annað. Þetta var bara ein af mörgum hugmyndum sem Nintendo voru víst að kanna, þannig að það er ekki vitað hvort þessi fítus hafi verið fjarlægður og eitthvað sett í staðinn.


Þetta er ekki allt úrvalið, það eru fleiri GBA og GC titlar í boði sem styðja GC-GBA tengið, en þetta ætti að gefa fólki góða yfirsýn yfir það sem er hægt að gera.

- Royal Fool


Tenglar:
<a href="http://pocket.ign.com“>Pocket.IGN</a>
<a href=”http://cube.ign.com“>Cube.IGN</a>
<a href=”http://www.nintendo.co.uk">Heimasíða Nintendo of Europe</a