Way Of The Samurai Ég fékk hinn lítið um talaða og ómetna leik Way Of The Samurai fyrir nokkrum dögum og hef ákveðið að skrifa smá “review” um hann hér.


Leikurinn gerist einhvern tíman í eld, eld gamla daga þegar samuræjar réðu ríkjum í japan, kína eða wotteva (ok, so im an idiot). Þessi leikur er stórsniðugur og gerir marga nýja hluti, maður byrjar leikinn á að velja sér andlit nafn og búning á kallinn sem maður vill vera. Leikurinn snýst í raunini ekki um neitt í byrjun maður röltir bara um bæina og gengur til liðs við hvaða klíku sem maður vill hjálpa, drepur hvern sem maður vill, er vondur góður eða bara hvað sem er! Frelsið er í algjöru hámarki í þessum leik þar sem maður getur gert hvað sem maður vill, og fer söguþráðurinn eftir því. Leikurinn er mjög stuttur tekur aðeins 1-2 tíma að klára í hvert skipti en það eru endalausir endar í honum! Vondur endir, slæmur endir, mjög slæmur endir það fer allt eftir því hvernig þú hagar þér. Það er ekki talað í leiknum það er smá svona “comic” lúkk á honum en maður getur ráðið hvað maður segir eða bara hvort maður segir eitthvað í öllum samræðum. Maður getur til dæmis beðist vægðar í miðjum bardaga þegar maður telur sig ekki geta ráðið við einhvern andstæðing og er misjafnt hvort hann hlífir manni eða ekki (oftast ekki), eða maður getur bara móðgað andstæðinginn og sagt að hann sé með ljóta hárgreiðslu feitur eða eitthvað sem er oft mjög fyndið. Í leiknum eru endalaus vopn og hreifingar og það er smá svona RPG stíll á honum þar sem maður getur T.D. farið til járnsmiðsins og látið hann gera sverðið sitt betra. Í leiknum er 2 player battle mode sem er mjög skemmtilegt þar sem maður getur náð með tímanum öllum bardagamönnum leiksins.

Hér fyrir neðan er stutt einkunargjöf fyrir leikinn.


Spilun: 9
Gerir marga nýja hluti og gaman að tala við mennina sjálfur, svo skemma ekki frábær vopn og hreyfingar fyrir.

Grafík: 6.7
ja, hún er nú fremur fornaldarleg grafíkin í þessum leik.

Hljóð: 7
Það er ekki talað í honum en ágætis skilmingar hljóð samt.

Ending: 9.5
Vegna nánast endalausra möguleikja í söguþráðnum og skemmtilegum 2 player möguleika endis leikurinn mjög vel.


Niðurstaða: 8.3
Eins og ég hef sagt áður gerir hann nýja hluti hefur endalausa möguleika í söguþráðnum, skemmtilegt 2 player mode o.f.l. en slöpp grafík og ekkert tal draga hann niður, svo mætti allveg bæta við betri save möguleikjum. En samt sem áður, frábær leikur sem er allveg þess virði að eyða 6.000 krónum í!