Við erum þrír í að skipuleggja leikjatölvumót. Við þurfum fleiri til að aðstoða okkur við ákvarðanatöku og skipulagningu. Ert þú til í það?
Við erum að leita að 2 einstaklingum sem eru tilbúnir í að hjálpa okkur við skipulagningu, uppsetningu og í raun allt sem við kemur mótinu. Það sem við erum að leita eru einstaklingar með brennandi áhuga á leikjatölvum (skiptir ekki máli hvaða) og að hann/hún sé tilbúinn í að leggja sitt af mörkum við að hjálpa til við þetta. Verkefnin eru fjölbreitt: m.a ræða við mögulega styrktaraðila, setja upp tölvurnar og sjónvarpstækin þegar þar að kemur, hjálpa til við skriflega lýsingu á uppsetningu og lýsingu á mótinu og svo framvegis. Við hittumst reglulega og ræðum hugmyndir og tökum ákvarðanir um hvað skal gera ásamt fleiru.
Að vera með í þessu er mjög skemmtilegt. Þú kynnist nýju fólki, kemst í samband við styrktaraðila, færð að koma með þínar hugmyndir inn í skipulagninguna og síðast en ekki síst verður nafn þitt á listanum yfir þá sem skipulögðu fyrsta alvöru leikjatölvumót Íslands. Ekki leiðinlegt það. Auk þess er mjög skemmtilegt að reyna að búa svona til. Við viljum benda á það að það er ekkert víst að þetta verði að veruleika en til að aðstoða okkur við að láta það verða það þá viljum við tvo einstaklinga með ferskar hugmyndir.
Ef þú hefur áhuga þá verður þú að uppfylla eftirfarandi skilyrði, sem eru nú ekki neitt svakaleg:
- Þú verður að vera lágmark 17 ára
- Þú verður að vera ákveðin/n í að koma þessu á laggirnar
- Þú verður að hafa kjark í að hafa samband við mögulega styrktaraðila
- Þú verður að hafa einhverjar hugmyndir hvað varðar mótið, uppsetningu eða hvað sem því tengist.
- Þú verður að hafa þekkingu á leikjatölvunum þremur (PS2, GC og Xbox) og ekki skemmir ef þú hefur reynslu af leikjum og tölvum yfir höfuð.
- Þú þarft að vera á höfuðborgarsvæðinu
- Og síðast en ekki síst: Þú verður að hafa vit á því hvað þú ert að bjóða þig fram í ;)
Sendið okkur adminum skilaboð með eftirfarandi upplýsingum.
* Nafn:
* Aldur:
* Staðsetning:
* Hvaða leikjatölvur áttu:
* Hvers vegna sækir þú um:
* Ertu tilbúin/n í að leggja þitt af mörkum og hvers vegna:
* Ertu með hugmyndir sem þú telur að séu sniðugar fyrir svona mót:
* Hvers vegna ættum við að velja þig:
Endilega sendið inn ykkar umsókn því það er aldrei að vita nema þú verðir með í skemmtilegum viðburð!
Með fyrirfram þökk,
jonkorn, Sphere og RoyalFool
Þetta er undirskrift