Zelda áhugamál
Hérna ætla ég að tala um hvers vegna mér finnst það vanta
Zelda áhugamál, ->vefstjóri<- má ég fá athygli þína?
Þetta er einfalt. Þessi sería er algjör snilld! Auk þess var fyrsti
Zelda leikurinn fyrsti adventure leikur allra tíma. Ýmindið ykkur
ef Zelda serían hefði ekki komið út. Hvernig leikjamarkaðurinn
væri núna. Ég er nokkuð viss að hann væri ekki jafn góður.
Zelda: Ocarina of Time breytti algjörlega hvernig 3D
adventure/RPG leikir spilast.
Mér finnst eitthvað sérstakt við Zelda leikina. Ég lifi mig svo
mikið inní þá, annað en í sumum leikjum. Þessir leikir eru ekki
neitt one-way leikir, maður skítur sig ekki í gegnum leikinn og
svo er hann búinn. Það eru svo mörg “secret” og side-quests í
þessum leikjum, svo má ekki gleyma öllum mini-games!
Það eru nú þegar rúmlega 75 búnir að skrá sig á ég ætla um
Zelda áhugamál. Það sýnir að fólk er með brennandi áhuga fyrir
þessum leikjum. Það er til Final Fantasy áhugamál! Hvað er það
eitthvað betra en Zelda? Ekki að mínu mati og ábyggilega eru
margir sammála mér. Það eru líka margir á korkinu á
forsíðunni búnir að sína áhuga. Ef þið viljið Zelda áhugmál
endilega berjist fyrir það. Þú færð ekki neitt án þess að berjast
fyrir það! It´s worth fighting for! Ég er að reyna ná athygli
vefstjórans með þessum póst og vonandi tekur hann mark á
þessu. Því endilega ef þið viljið þetta áhugamál svarið póstinum!
Ekki bara lesa hann og hugsa, vá mér langar í Zelda
áhugamál og svo slökkva á tölvunni. Svarið greininni og sendið
þið líka efni um Zelda, þá fáum við líklega það sem við viljum,
Zelda áhugamál.
Er það bara ég eða finnst ykkur líka sárvanta Zelda áhugamál
hér á huga? Mér finnst það allnauðsynlegt. Þetta eru
bráðsniðugir og skemmtilegir leikir og þeir eiga skilið að hafa
áhugamál. Takk fyrir.