Þarsem að nýr Zelda leikur er væntanlegur (og þar sem að við erum að reyna að leggja grunninn að áhugamáli þá hef ég ákveðið að zenda inn grein með yfirliti yfir leikina. Þeir eru í röð eftir útkomu ári:
<b>The Legend of Zelda:</b> Leikurinn sem byrjaði þetta allt saman. The legend of Zelda sló í gegn. Þess er vert að minnast á að á Háhraða hér á huga má finna alveg hræðilega auglýsingu fyrir leikinn. Leikurinn kom út 1986 á NES. Spilarar fíluðu sig sem Link í ævintýra heiminum Hyrule (ég treysti mér ekki til að reyna að finna íslenska útsetningu á þessu). Markmiðið var eins frumlegt og mögulegt er; að bjarga heiminum.
Það merkilega við þennan leik, hvað tæknihliðina snertir, er að þetta var fyrsti leikurinn með “save” möguleika.
<B>The Legend of Zelda: The adventure of Link:</b> Framhaldið af hinum geysivinsæla The legend of Zelda var ekki alveg eins frábært og fyrirrennarinn. Klúðrið var að Nintendo reyndu að bæta inn einhverjuplatformer elementi sem að tókst greinilega ekki mjög vel. Þó var leikurinn mjög svipaður hinum fyrri. Leikurinn kom út ári seinna en sá fyrri, þ.e. 1987 á NES.
<B>The Legend of Zelda: A Link to the Past:</B>Þriðji leikurinn í seríunni er af sumum talinn sá besti. Leikurinn hafði anda fyrri leikjanna en nú með ótrúlegri grafík og frábæru hljóði. Leikurinn varð mjög vinsæll og er alveg frábær ævintýraleikur. Verðugur andstæðingur fyrir hvaða RPG leik sem er. Leikurinn var gefinn út árið 1991 á SNES.
<b>The Legend of Zelda: Link’s awakening:</b> Ég þekki þennan ekki vel en þó er víst að hann kom út 1993 og var endurútgefinn 1998 á Gameboy. Sögusviðleiksins er ein besta sem ég þekki. Ótrúlega magnuð saga sem að kemur mjög á óvart.
<b>The Legend of Zelda: Ocarina of Time:</b> Þá er komið að því. Besti og mestseldi leikur sögunnar. Eða það finnst mörgum. Leikurinn var stórt skref í sögu tölvuleikja. Með frábærri þrívídd og góðu sándi þá var þessi leikur öruggur um að heilla margan. Það var flott þema í leiknum sem notaði tónlist sem nokkurn veginn megin conceptið í leiknum. Stór þrívíddar heimur hélt fólki spilandi í tugi klukkustunda. Rannsóknir sýndu að þó að maður viti allt í honum þá tekur mann 80 klst. að vinna hann. Kom út 1998 á N64.
<b>The Legend of Zelda:Majora’s mask:</b> Annar leikurinn á N64 var ekki nærri því eins vinsæll og OoT. Leikurinn hafði örlítið bætt grafíkina og var með nýja týpu af geimpleiji og var býsna skemmtilegur. Aðeins of stuttur fyrir minn smekk.
Þar hafið þið það. Þið getið búist við fleiri greinum um Zelda á næstunni.