Ég var núna áðan að lesa allar þær greinar sem hafa verið gerðar fyrir GTA vice city. Og ég get sko sagt það að ég skelf af spennu og eftirvæntingu. En það er spurning hvenar hann kemur til landsins en ég sá í grein eftir eftir rikka að hann verður gefinn út 22 okt í US.
En ef að maður fer að meta GTA3 og vice city þá er GTA3 bara ekki neitt, núll og nix. Ég meina það er hægt að sprengja dekk, stokkið úr bíl á ferð, fljúga þyrlu, ræna búð, og svo eru flugvélar sem lenda á vatni, swat sveitir sem láta sig síga sig úr þyrlum og ógeðslega margt fleira.
Ég skal sko segja að þessi leikur verði einn af vinsælustu leikjum sem hafa verið búnir til. En þegar ég er búinn að eignast þennan frábæra leik ætla ég ekki að gera sömu andskotans mistök
og ég gerði þegar ég keypti mér GTA3. Þau mistök voru að ég var alltof lengi í honum til þess að byrja með svo að ég fékk mjög fljótt leið af honum eða um 2 mánuði og ég var einn og hálfan mánuð að klára hann svo að ég tók mér nokkra mánuði í frí frá honum.