Fyrstu-Persónu Skotleikir voru nú ekkert svakalega fjölmennir á N64, en þeir fáu sem gefnir voru út voru virkilega góðir. Það var Turok serían, Quake II, The World is not Enough, og fleiri áhugaverðir, en mesta snilldin var þó GoldenEye, og hinn frábæri Perfect Dark sem fylgdi fast á eftir. GoldenEye var sá leikur sem meikaði það fyrir N64. Leikurinn var undraverður í alla staði og hjálpaði mjög mikið til við sölu á N64 tölvunni. GoldenEye var næstum follkominn í alla staði. Hann hafði uppá að bjóða góða grafík, ávanabindandi spilun, gríðarlegt úrval af borðum, einfalt og áhrifamikið multi-play, og síðast en ekki síst, fylgdi söguþræði myndarinnar vel eftir. Núna þarf hver einasti FPS leikur sem gefinn er út að mæta þeim skelfandi örlögum að standast samanburð við GoldenEye.
Núna, þegar svo margir efnilegir FPS leikir eru á leiðinni á GameCube, til dæmis Die Hard Vendetta og TimeSplitters 2. Það fékk mig til að hugsa um hvað væri í raun og veru uppruni FPS leikja, af hverju þeir væru svona fjölmennir á PC og í hvaða átt stefna þeir á leikjatölvum?
Uppruni FPS leikja og aðalástæðan fyrir því hvernig þeir eru í dag er rekinn aftur meira en 10 ár í fortíðina, og gengur undir nafninu Wolfenstein 3D. Sá leikur var sá fyrsti af sinni gerð, og var bylting í leikjabransanum með litríka grafík og hreyfingu, og setti af stað stefnu sem margir framleiðendur fylgdu eftir. ID (framleiðendur W3D) héldu áfram eftir nýuppgötvuðum vegi sínum á toppinn með fullt af frábærum leikjum, að meðtöldum Doom, Quake og Duke Nukem. Þessir leikir hafa núna þróast í online multiplayer “dráps-keppnir” ásamt nokkrum nýjum leikjum, svo sem Half-Life. Með komu Half-Life, fjölgaði möguleikum fyrir ‘downloadable patches’ og ‘mods’. Það opnaði nýjan heim fyrir online leiki, eins og Counter-Strike og Team Fortress Classic, svo fáir séu nefndir.
Þannig, af hverju eru FPS leikir í allsnægtum á PC tölvum ? Jæja, til að byrja með þá er auðvelt að framkalla leiki fyrir PC, og svo maður tali nú ekki um að PC er auðveldlega tengd við internetið og leikirnir staðsettir á harða drifi tölvunnar. Það leiðir af sér að leikirnir geta auðveldlega verið spilaðir í multiplayer, og ekkert mál að sækja ‘mods’ og ‘patches’ fyrir þá. Það er líka spurningin um stjórnun í leikjunum. Þar sem notað er lyklaborð og mús fyrir PC leiki, og aftur á móti takmarkaðir stýripinnar fyrir leikjatölvur. Svo hvort er betra ? Jæja, ég býst nú við að það sé algjörlega persónulegt. Hardcore PC gamer myndi kjósa lyklaborð og mús fram yfir stýripinna, og console gamer myndi kjósa hið andstæða.
En snúum okkur að næstu kynslóð. Leikjatölvur streyma á markaðinn og engin af þeim tilbúin á netið, það mun líða dágóð stund þar til við sjáum einhverja online FPS leiki koma á markað. Playstation 2 hefur mikið úrval af FPS leikjum, og “af hverju?” spyr ég sjálfan mig. Kannski er það vegna þess að stýripinnin er góður fyrir FPS leiki, samt tel ég það ekki vera ástæðuna. Kannski er það vegna þess að PS2 hefur internet möguleika og tengi fyrir harðan disk, en samt held ég að það sé varla ástæðan, vegna þess að enginn af þessum leikjum eru með neinn internet valkost. En þá datt mér skyndilega í hug, kannski eru svona margir FPS leikir á PS2 vegna þess að hún er gerð af “Sony” og heitir “Playstation”, og að sjálfsögðu er það nokkuð örugg leið til að selja vel.
En hvaða FPS leikir eru framundan fyrir GameCube ? Fullt af FPS leikjum eru komnir nálægt útgáfudegi fyrir tölvuna. Svo ég nefni dæmi, Die Hard Vendetta, Timesplitters 2, Turok Evolution, 007 Nightfire, svo mætti telja Metroid Prime með því hann spilast nú að mestu í Fyrstu-Persónu. Þessir titlar að auknum mörgum fleirum sem hafa ekki verið tilkynntir enn, eru á leiðinni að láta sjá sig fyrir GameCube. (Svo vitum við öll að Perfect Dark er í vinnslu!).
Núna erum við komin inní nýja kynslóð af leikjatölvum, hvert sjáum við þá eigilega FPS leiki stefna ? Sumum finnst þeir að verða leiðinlegir, og eintómar endurtekningar. Á meðan aðrir geta ekki fengið nóg af þeim. Framleiðendur þurfa að koma með nýjan svip og nýtt sjónarmið í leikina og gera þá meira ‘re-playable’.
Bits Studios, þeir sem standa á bakvið Die Hard Vendetta, hafa bætt mjög sniðugum hlut í leikinn. Sá hlutur kallast ‘A hostage and hierarchy system’, og það lýsir sér svona; Þú getur tekið heilan hóp af óvinum í gíslingu og látið þá gefast upp og afhenda frá sér vopnin. Og ef þú tekur foringja þeirra í gíslingu þá verður það til þess að undirmenn hans gefast upp. En ef þú tekur vitlausan mann þá mun allt óvinaliðið fórna hans lífi til þess eins að drepa þig. Einnig geta óvinir þínir tekið saklaust fólk í gíslingu og þá þarftu að úthugsa fljótt hvernig skal bjarga þeim.
Næstum hver einasti nýji FPS leikur inniheldur ‘stealth’ mun meira en áður. Þannig að það þýðir að “hlaupa inní herbergi fullt af skjótandi óvinum og stúta þeim öllum með heavy byssu” er liðin tíð. Það er mun betra að drepa 10 gaura hvern fyrir sig, heldur en að reyna stúta þeim öllum í einu meðan þeir skjóta allir á þig. Einnig eru leikir farnir að þurfa mun meiri hugsun. Það er ekki lengur bara “hlaupa á milli staða ýta á takka og taka upp mikilvæga hluti.” GoldenEye og Perfect Dark eru með þeim fáu leikjum sem ég hef virkilega lesið mér vel til um öll verkefni og ‘briefing’ og þess háttar. Margir leikir fela bara í sér að hlaupa frá A til B og drepa nokkra kalla á leiðinni, (007: Agent Under Fire). Halo þurfti smá hugsun líka, vegna þess að maður gat aðeins verið með 2 vopn í einu. Það verður til þess að maður pælir í því hvaða vopn eru mikilvægust á sérstökum stað og tíma.
En jafnt eins og að vera ‘stealthy’ og áskorandi (nokkuð erfiðir) þá þurfa leikir líka að vera skemmtilegir. Þar kemur Timesplitters 2 við sögu með sitt svakalega úrval af sirka 100 spilanlegum persónum, að meðtöldum öpum, og einnig er vopnaúrvalið skemmtilegt. Að nota eld-vörpuna (flame-thrower) til að kveikja í fólki, skrifborðum, kössum og raunar hverju sem er, er alltaf jafnskemmtilegt ;) Svo maður tali nú ekki um að heyra fólkið öskra af sársauka þegar það verður smám saman að ösku. Þú getur einnig notað slökkvitæki til að slökkva í fólkinu og bjarga þessum vælandi greyum.
Talandi um skemmtun í leikjum, UBI Soft hafa komið upp með góða hugmynd til að breyta aðeins til frá hinum “venjulegu” FPS leikjum. Fullt af fólki heldur líklega að þetta sé vitlaus hugmynd, en ‘cell-shaded’ FPS byggður á franskri sögu (comic strip) sem kallast XIII er alls ekki svo galin hugmynd. Sagan er einföld. Þú ert minnislaus og spilar í gegnum svona ‘flashbacks’ eða endurminningar og reynir að setja saman úr þessum minningum hver þú í rauninni ert. Þessi leikur lýtur mjög vel út og gæti orðið efnilegur. Það er fullt af sniðugum hlutum sem hægt er að gera, svo sem færa til lík til þess að komast hjá því að verða uppgötvaður, og nota fólk sem ‘human shield’ áður en þú snýrð það úr hálsliðnum. Ég get ekki beðið eftir að spila þennan leik! ;D
Þar sem GameCube mun verða online bráðlega með leiknum Phantasy Star Online og þeir eru að búa til lyklaborð og mús, hugsaði ég, “væri ekki flott ef þeir sem spila FPS gætu valið hvort þeir notuðu stýripinna eða lyklaborð og mús.” Ég myndi persónulega líka vel við þann kost. Ef GameCube myndi til dæmis fá leiki eins og Quake 3 og Unreal Tournament, sem eru hraðir leikir. Þá myndi ég frekar nota lyklaborðið og músina því mér finnst það passa betur við svona leiki sem fela í sér að vopnaskipting þarf að vera hröð og miðun þarf að vera nákvæm og snögg. Aftur á móti skiptir maður um vopn í næstum öllum GameCube FPS leikjum, með ‘D-Pad’, sem er mjög klunnalegt og endar oft með því að maður skiptir á vitlaust vopn.
Í ‘single player’ FPS leikjum erum við hins vegar vel kunnug stýripinnanum, hin frábæra uppgötvun sem N64 stýripinnin var, og hin fullkomna hönnun fyrir FPS leiki. Það færði okkur mikla nákvæmni og mjúka stjórnun. Ég held að það muni taka okkur langan tíma að venjast 2 analog pinnum til að stjórna hreyfingum okkar í leikjum.
Multiplayer. Sumt fólk lítur þannig á hlutina að FPS leikir séu ekki almennilegir nema það sé Multiplayer möguleiki í þeim. Og þá þarf það að vera mjög gott multiplayer. *hóst*Perfect Dark*hóst*. Fyrsti skemmtilegi FPS leikurinn á N64 var GoldenEye. ‘Gameplay-ið’ var aðallega hugsað sem ‘solo missions’, en muliplayer möguleika var hent inní þetta líka til að auka skemmtunina smá. En það var sko ekki bara smá aukning, það var frábær reynsla, að stúta vinum þínum sem hinn svakalegi Hr. Bond, og með öðrum 3 persónum í GoldenEye, eða jafnvel bara 2 player með einhverjum vini þínum. Fjórum árum seinna kom svo Perfect Dark (eftir LANGA og PIRRANDI bið!). Sá leikur gaf okkur ekki aðeins hressandi og krefjandi ‘solo missions’, heldur einnig multiplayer sem var það mikilfenglegasta sem sést hafði á leikjatölvu. Leikurinn hefði jafnvel mátt vera gefinn út í 2 pörtum hann var svo stór. Multiplayer möguleikinn hafði uppá að bjóða tilbúnar áskoranir, (og alls ekki af léttari gerðinni), mjög mikinn hasar, hraða og spennu, svo maður tali ekki um alla möguleikana um vopn og þess háttar stillingar. Það var hægt að keppa með og gegn ‘bottum’ ef maður hafði engan til að spila með sér, og síðan var líka hægt að bæta ‘bottum’ inní leikinn með vinum þínum. Jafnvel þótt ‘solo mission-in’ í Perfect Dark hafi ekki hat mikið ‘replay value’ (eða endurspilunarmöguleika), þó aðallega vegna síðusu “geimveruborðanna” sem fóru í taugarnar á mörgum. (including me). Þá bætti multiplayer möguleikinn alveg fyrir það og gott betur! Þá þurfti maður ekki að hafa vini sína alltaf hjá sér til að spila, því það var hægt að spila með allt að 8 ‘bottum’ í einu, og einni var fullt af áskorunum sem hægt var að velja úr. Allir leikir sem koma út nú til dags þurfa að standast samanburð við multiplayer möguleikan í Perfect Dark. (þeim skiljanlega til mikillar gremju). En hvað getum við átt von á að sjá fyrir GameCube, hvað varðar multiplayer flokkinn ?
Það má búast við að Timesplitters 2 muni hafa frábært multiplayer. Í forvera hans á PS2 var multiplayer aðalatriðið, og single player var bara svona hálfgert flýtiverkefni hjá þeim. Að skjáskotum fyrir TS2 að dæma, má sjá meðal annars ‘botta’ og mikið vopnaúrval. Svo maður tali nú ekki um hvað grafíkin er mjúk, flott og vel samsett. En hvað með ‘online’ möguleika fyrir þessa nýju leiki. Jæja, það er mjög ólíklegt að neinn nýr leikur eins og er muni styðja það, en hvað með leikina sem eru að fara að láta sjá sig bráðlega eftir það ? Já! Star Wars: Jedi Outcast. Þessi leikur er ‘port’ af hinum vinsæla PC leik og er áætlaður í hillurnar í lok ársins, í Ameríku reyndar. Það er ekki búið að staðfesta ennþá hvort það muni verða ‘online’ möguleiki í honum, en það má alltaf halda í vonina, og ef svo mundi gerast þá myndi það líklega hvetja aðra og fleiri framleiðendur til að færa sig út í ‘online’ leikjaframleiðslu.
Þegar allt kemur til alls þá lýtur FPS leikjategundin vel út fyrir leikjatölvur í framtíðinni, með mikilli fjölbreytni til að velja úr. Þeir eru að verða raunvörulegri og meiri þörf á herkænsku sem aldrei fyrr.
Fyrstu-Persónu Skotleikir munu án efa halda áfram að styrkjast, og verða betri og betri með tímanum!