Það sem mér vantaði e-ð að gera fékk ég þá flugu í hausinn að gera svo sem eina umfjöllun(svona uppá grín).

Onimusha Warlords!
Framleiðandi: Capcom.
Útgefandi: Capcom.
Fyrir einn spilara.
Áætlaður fyrir 15 ára og eldri.

Saga.
Sagan er ekki uppi á marga fiska, en góðir eru þeir. Þú stýrir Samanosuke, samuraia, sem þarf að bjarga prinsessu frá djöflum og uppvakningum. Þér til hjálpar er félagi Samma, Kaede sem er kunoichi(kvenkyns ninja sem þú spilar á völdum köflum) og armbandsdót(gauntlet) frá hinum undarlegu Ogres sem sýgur í sig sálir djöflanna. Inn í þetta flækist svo vondur stríðsherra sem átti að vera dauður o.fl.
Persónurnar eru vel gerðar og líta mjög vel út, bara leiðinlegt að það er ekki japanskt tal, enskan passar ekki við persónurnar.

Spilun.
Það má léttilega kalla leikinn Resident Evil með sverðum. Onimusha fær smá í láni frá andlegum bróður sínum þ.á.m. stjórnkerfi, hvurnig grafíkin er samansett(meir um það síðar) en heildar tilfiningin er allt önnur. Resi er survival horror þ.e. að reyna að lifa af hryllingin og helst að flýja óvininn en að hlaupa um “all guns blazing”. OW tekur akkúrat hinn pólinn á þessu, þú bara getur ekki fundið nógu marga til að hakka þökk sé sálarsugukerfinu.
Með því að drepa djöfla flögrar sálir þeirra í smástund, þú sýgur þær í gauntletið og notar þær svo til að efla vopnin þín og lyf. Og talandi um vopn, þá er leiðinlegur skortur á þeim. Þú færð í heildina 6 vopn plús eitt leynivopn, sem betur fer verða fleiri vopn í nr.2.
Þrjú af þessum vopnum eru með galdrakúlu sem þú verður að efla með sálum til að opna sumar dyr þannig að bardagar verða því nauðsynlegir til að komast áfram. Fyrir utan þetta eru náttúrulega þrautir og “finndu gula lykilinn til að opna gulu hurðina” en leiðindin eru ekki eins mikil vegna þess að það eru alltaf nóg af djöflum til að hakka í spað og þannig verður lítið stopp á leiknum sem leiðir að því að leikurinn er alltof fljótur að klárast, tekur 5-10 tíma að klára hann fyrst. En það eru alltaf litlu páskaeggin sem maður getur reynt að ná.

Grafík.
Leikurinn lítur afar vel út. Persónurnar eru mjög detailaðar og óvinirnir eru mjög organic og ögeðslegir. Bakgrunnurinn er pre-rended, meðan bakgrunnar RE:CVX og Devil May Cry eru bara partur af grafík-vélinni, og vegna þess sker allt sem þú getur notað og haft áhrif á, þ.á.m. persónur og óvinir, sig illilega mikið út úr umhverfinu en þetta er bara smávægilegt. Eins og flestir Capcom leikir eru svörtu bordararnir á sínum stað og hver að gera það upp við sjálfan sig hvað honum finnst um þá, þeir skemma ekkert spilun eða neitt.

Allt í allt er þetta mjög góður leikur. Stendur mitt á milli Resident Evil og Devil May Cry, ekki of mikið action eða hugsun. Hentar kannski ekki hardcore Resi spilurum en mæli með honum, sérstaklega þar sem hann er nú til á Platinum.
9.5/10 ****/***** 94%

*Þetta er fyrsta umfjöllun mín þannig að ég vil endilega fá gagnlega gagrýni á henni, ekki “ÞÚ SUCKAR” o.s.frv.*
"Eastman! He came from the east to do battle with the amazing