Hafið þið heyrt um GameShark? Fyrir þá sem ekki vita þá er það tæki sem að breytir upplýsingum og kóðum leiksins. Eigandi “hákarlsins” getur þess vegna, ef að hann er klár og góður hakkari, gert hið ómögulega. Ef maður stjórnar kóðum leiksins getur maður stjórnað leiknum, enda byggist leikurinn bara á kóðum, og svo auðvitað skinnum og textures. Tökum sem dæmi að ég vildi breyta litnum á Mario… Þá þyrfti ég að finna “adressu” HEX kóðans (tölvunördarnir skilja hvað ég á við, er það ekki annars?) og breyta svo sjálfum HEX kóðanum. Þá gæti ég semsagt látið Mario vera gulan og látið sem hann væri Wario (ekki slæm hugmynd)!
En til að þetta verði ekki leiðinleg grein sem að enginn skilur þá ætla ég að hætta nörda-talinu og koma mér að efninu.
Ég keypti mér GameShark á Amazon.com fyrir einu og hálfu ári. Því miður gátu þeir ekki sent tækið til Íslands. Heppilega Þekkti pabbi mann sem að var að koma til Íslands og hann gat komið með græjuna. Þegar draslið kom var ég mjög spenntur. Hákarlinn kemur hlaðinn með kóðum fyrir hundruðir leikja, Þar á meðal Zelda OoT. Ég valdi einhver code sem fylgdu með og byrjaði leikinn. Því miður virkaði ekkert. Ég gat samt notað code generatorinn minn til að búa til PAL codes (ég held að hin virki ekki af því að þau eru American version) en ég er enginn snilldar hakkari og ekki hægt að gera allt með þessum generator.
Ég gæti haldið áfram að tala um einhver álíka leiðindi (og ætlaði að gera það) en þá yrði greinin leiðinleg. Ástæðan fyrir að ég sendi inn þessa grein er að ég vildi spyrja hvort einhver vissi hvar væri hægt að finna PAL version codes. Þeir sem vita frekar mikið um leikjatölvur vita hvað PAL, American, og Japanese version af leikjatölvum eru.
Ég vona að stjórnendur sýni mér skilning og birti greinina mína sem grein, en ekki kork. Korkar fá aldrei mikla athygli. Hins vegar fá greinarnar mikla athygli og því líklegra að einhver sem geti hjálpað mér taki eftir þessu.
Ef þú hefur einhverja hugmynd hvar ég gæti fengið PAL version GameShark codes gerðu það láttu mig vita.
Roggi