Need For Speed: Hot Pursuit 2 Preview Ef það er einhver leikur sem hraðafíklar hafa beðið eftir með óþreyju, þá er það framhaldið af hinum frábæra Need For Speed: Hot Pursuit, sem kom út á PC og PlayStation. Framhaldið er ekki langt undan, og mun hann prýða GameCube, PlayStation 2 og einnig Xbox. Þannig að þeir sem eru svo heppnir að eiga allar tölvurnar eiga eftir að verða í vandræðum með að velja.

Byrjum á því góða: Umhverfið lýtur mjög vel út. Og ef að framleiðendurnir (Black Box fyrir PS2, EA Seattle fyrir Xbox og Cube) geta náð leiknum á 60 FPS, þá ætti þetta að verða mjög falleg grafík og hröð spilun, sem allir vilja ekki satt :) ? Leikurinn býður uppá mjög flottar og vel unnar brautir, og þá má nefna til dæmis “The Desert Stage,” sem liggur í gegnum gljúfur með fossum og öllu tilheyrandi. Ég sé mig bara í anda vera að flýja undan geðbiluðum löggum á brjáluðum bílum, á segjum.. 200km hraða eða svo ;) og stökkva síðan bakvið foss og smeygja mér inná “shortcut” til að losna við lögreglu-þyrluna, koma síðan á fullri ferð á stökkpall og lenda á kaktus og rispa nýja bílinn minn :(
En jæja.. enough with the dreaming :D

En nú er komið að slæmu fréttunum: Þetta brjálaða eyðimerkur borð mun ekki láta sjá sig á Xbox né GameCube leiknum. Þetta borð, plús 2 önnur munu aðeins vera í PlayStation 2 útgáfunni. En Xbox og GameCube eigendur, ekki örvænta! Því útgáfan sem þið munuð spila verður með betra gameplay og færri bögga. EA Seattle hefur tekið sig til og lagað allt sem miður hefur farið í PS2 útgáfunni, þannig leikurinn á Xbox og Cube mun líklega keyra betur. Svo ég nefni dæmi, þá mun lögreglu systemið verða mun betra heldur en í PS2 útgáfunni. Ég treysti mér ekki til að þýða þessa lýsingu því það gæti komið vitlausum upplýsingum til skila, þannig ég ætla að copy/paste'a lýsingunni sem IGN gáfu:
———————————————— —————–
The big change in gameplay for these versions will be a much better cop monitoring system. On the PS2, when the cops got on you, they track you down to hell and back, and you have no clue how you're doing in escaping their chase. The Xbox and Cube games have an added meter for monitoring your escape attempts – when you've evaded the cops, the radio will peep a bulletin and a timer will start. If you can keep out of sight before the cops move on to another law-breaker, you're home free. Aspects of this are still in the PlayStation 2 game, but these improved console versions give you a more fair chance (it's also immediately more fun to play because of this – you know what you're doing when you're playing evasion, whereas the original PS2 design just has you guessing as to how well you're doing.)
———————————————- ——————-
Svo hef ég einnig lesið um að Xbox og Cube útgáfurnar munu verða spilaðar á 60 FPS, en ekki er víst með PS2 útgáfuna. Ef hún nær ekki að haldast í 60 FPS þá mun hún samt ekki vera langt fyrir neðan, þannig þið PS2 eigendur þurfið ekkert að hafa miklar áhyggjur af þessu :)

Síðan vill ég taka það fram, að leikirnir eru ekki nálægt því að vera búnir.. og eru framleiðendur ennþá á fullu að bæta við þá og gera þá betri.

Gaurarnir hjá <a href="http://www.cube-europe.com/“ target=new> Cube-Europe </a> fengu beta version af honum til að prófa og svona lýsti einn þeirra tilfinningu sinni fyrir leiknum:
”3 - 2 - 1 - GO!: Ég keyrði áfram um vegina og og gegnum jarðgöngin og fékk tilfinningu eins og ég væri virkilega að keyra bílinn. Löggur eltu mig eins og þær hefðu ekkert skárra að gera og endaði með því að flestar klesstu þær á og stútuðu bílum sínum. Þá urðu þær ekki sáttar og kölluðu á þyrluna, sem reyndi hvað hún gat til að sprengja mig af veginum. En loksins endað með því að þeim tókst það og ég flaug útaf veginum og þakkaði fyrir að vera á lífi og komast í öruggar hendur löggunnar.“ :)
Spilunin og grafíkin kom þeim virkilega á óvart, varðandi gæði í alla staði. Bílinn lét auðveldlega undan stjórn og samt var mikill ”alvöru-fílingur“ í þessu. Þannig þeir sem hanga bara í GT því hann er sá raunvörulegtasti ættu að kíkja á þennan líka.

Þessi leikur er greinilega ekki ætlaður til að vera bara Bíla-hermir. NFS:HP2 hefur uppá að bjóða marga skemmtilega möguleika sem hafa ekki sést áður. Eitt af því kallast ‘Matrix’ og það lýsir sér þannig að þegar þú ýtir á ‘Matrix’ takkan, þá stoppar tíminn í örfáar sekúndur og myndavélin svífur í kringum bílinn. Þetta er mjög flott og sýnir hversu frábæra grafík leikurinn hefur uppá að bjóða, og sýnir auðvitað bílinn :P Þetta er mjög flott til dæmis þegar þú er í miklum hasar eða í miðju stökki, þá ýtir þú á ‘Matrix’ takkan og myndavélin svífur í kringum bílinn. Annar möguleiki nefnist ‘Future’ og er mjög þægilegur. Eftir að þú lætur þetta í gang, þá stoppar tíminn í smá stund og myndavélin svífur nokkur hundruð metra áfram í tíman. Þægilegt til að sjá fyrir hvaða hindranir eru væntanlegar. Stýringin á GameCube útgáfunni er mjög þægileg segja þeir í <a href=”http://www.cube-europe.com/“ target=new> Cube-Europe </a>, og tekur enga stund að venjast þeim.

Þeim var einnig sagt að GameCube útgáfan muni nota mun betri grafík vél heldur en PS2 útgáfan. Og einnig verður um 50% fleiri ”events“ heldur en í PS2 útgáfunni. Ég geri fastlega ráð fyrir að þetta sé í Xbox útgáfunni líka, vegna þess að EA Seattle sér um Cube og Xbox leikina.

Leikurinn inniheldur 8 ”soundtracks" sem passa mjög vel við bílahasarinn, eða kemur manni í svona ekta action fíling! ;)

Ég mæli með því að sem flestir kíkji á þennan leik, sama hvort þið eigið GameCube, Xbox eða PS2.. eða jafnvel allar :D