Super Mario Sunshine Preview [GameCube] Þessi leikur þarf sko enga kynningu.
Mario leikirnir hafa verið aðalmerki Nintendo í mörg ár, allt frá því að leikurinn Super Mario Bros. kom á markað sem einn hraðasti, glæsilegasti 2D action leikur sem hafði sést. En Super Mario 64 braut ísinn og setti nýjan staðal fyrir 3D action-ævintýra leiki. En þegar allt kemur til alls þá snýst Mario ekki um tæknilega hluti, eins og frábæra grafík og þess háttar. Nei, þessi Nintendo “platformer” hefur alltaf verið fremstur í sínum flokki, og sá flokkur er.. Skemmtun! Með það í huga, þá kemur það ekkert á óvart að nýjasta byltingin í þessari seríu, með öðrum orðum Super Mario Sunshine á GameCube, er einn sá skemmtilegasti leikur sem þú getur fundið.

Aðalatriðin:

* Fyrsti Mario leikurinn á GameCube
* Leikurinn snýst útá það að Mario þarf að hreinsa nafn sitt
* Þægileg stjórnun sem er mjög lík þeirri sem var í Super Mario 64 – veggja-hopp, þrefalt hopp, og fleiri klassískar hreyfingar eins og að hoppa ofan á óvinina og kremja þá! ;)
* Fullt af nýjum eiginleikum, vatnsbyssunni að þakka – svosem að fljóta í loftinu, fljúga smá, renna sér og spreyja
* Endurkoma allra uppáhaldskallana okkar, inniheldur Toad, Yoshi, og fullt af klassískum óvinum fyrir hörðustu aðdáendurna ;)
* Farðu á bak Yoshi aftur!
* Einstök og falleg grafík með þessu klassíska Mario útliti
* GameCube gerir það að verkum að “draw-distance”(hvað maður sér langt frá sér) er mjög mikið, vatnið lýtur frábærlega vel út, og allar hreyfingar eru mjög “smooth”
* Vatnsbyssan sem Mario er með á sér getur “unlockað” secrets og er ómissandi í baráttunni við endakalla
* Kemur út í Evrópu 4. október!

Sagan..

Mario ákveður að taka sér pásu frá öllum hetjudáðum sínum og fara í vel þegið frí með sinni heittelskuðu, Peach prinsessu. Hún bakaði köku handa honum eftir að hann bjargaði henni í Super Mario 64, en hann vill greinilega eyða meiri tíma með henni. Þau ákveða að skella í sólina og hitan á Dolphic Island. Þegar þau koma á staðinn finnst Mario sem það sé ekki allt með felldu, og allt lýtur út fyrir að hann fái ekki mikinn frítíma. Einhver hefur verið að skíta bæinn út og skilja eftir sig ummerki sem benda til þess að Mario hafi gert það. Til að gera hlutin verri, þá dulbýr þessi óþokki sig sem Mario meðan hann krotar á veggina og þess háttar óskunda. Þetta leiðir til þess að bæjarbúar kenna Mario um að hafa gert þetta. Nú er allt undir Mario komið að hreinsa nafn sitt, aðeins vopnaður vatnsbyssu og gáfum. Þá er bara að koma upp um þennan óþokka, og hreinsa upp eftir hann.

Spilunin..

Super Mario Sunshine spilast mjög þægilega. Hann er eigilega þróaður Super Mario 64. Hann hefur sama frábæra gameplay'ið úr Super Mario 64, og svo maður tali nú ekki um vatnsbyssuna sem er algjörlega nýtt, og skapar mjög skemmtilega hæfileika fyrir Mario. Super Mario Sunshine er ekki fullkominn, en hann er frábærlega skemmtilegur, og hann fyllir allar þær kröfur sem þú ætlast til af 3D platformer. Allvega, Mario aðdáendur vilja vita hverju þeir meiga búast við. Ef þú hefur áhuga á fleiri upplýsingum, þá skaltu lesa áfram…

Byrjum á yfirborðinu og vinnum okkur svo upp í flóknari hluti. Super Mario Sunshine er auðkenndur 3D platformer frá þróunar-snillingunum í einum af hópum Nintendo's sem nefnist Entertainment Analysis and Development (EAD), öll vinna þar fer fram undir stjórnun hins fræga Shigeru Miyamoto (*applause* ;). Þetta verkefni krefst þess að allt sem fyrirtækið hefur lært um að gera leiki skemmtilega, einfalda og góða, og það skilar sér í þessum “lengi-í-vinnslu” stórleik.

Í þessum leik hefur Mario víðáttumikinn 3D heim til að skoða. Rannsaka umhverfið, hoppa á milli staða, og ná góðri stjórn á sér. Stýringarnar eru eftirfarandi:

* Stjórnun – Stórnunin á Mario er mjög þægileg og snilldarleg með analognum á GameCube stýripinnanum.
* Hopp – Ef til vill sú hreyfing sem spilar stærsta hlutverkið í platform leikjum, þú getur framkvæmt hopp með A-takkanum. Eins og í Mario 64, geturu gert ýmisskonar misjöfn hopp eins og 3 í röð til að hoppa hærra og lengra, og “backflip”(afturábak heljarstökk). Eins og alltaf, þá getur lent á óvinum og drepið þá þannig, klassík ;)
* Afturenda-stapp – Eða eins og flestir kannast við það, “Butt Stomp” Það er framkvæmt með því að hoppa, ýta svo á L-takkan í loftinu.
* Vatnsyssan – Þrýstingurinn á byssunni getur verið stilltur með R-takkanum.
* Byssu Aðgerðir – Eins og er, er vitað um tvær aðgerðir með byssunni sem hægt er að velja með X-takkanum. “The drinking bird style,” sem er notað til að sprauta vatni langar leiðir frá Mario, og svo “The jetpack style,” sem er notað til að svífa upp í loftið, virkar eins og allir aðrir “jetpacks” nema notar vatnskraft. Þessum stillingum er svo hægt að breyta jafnvel í lofti, eða bókstaflega, hvenær sem er.
* Renna, Grípa, Aðrar Aðgerðir – B-takkinn er notaður til að láta Mario renna sér á maganum eftir að hafa hoppað og einnig til að framkvæma aðgerðir eins og ef maður stendur á mjóum vír, þá getur maður ýtt á B-takkan til að skella sér niður og grípa í vírinn. B-takkinn er notaður í mjög margt annað, meðal annars að tala við eyjarskeggjana.
* Myndavéla-stjórnun – Maður hefur fullt frelsi til að “zomma” inn og út og snúa sjónarhorninu í allt að 360° kringum þig. Síðan er hægt að færa myndavélina beint fyrir aftan sig hvenær sem er með því að ýta á Y-takkan.

Þegar þú byrjar að venjast stjórnuninni og farinn að gera allar hreyfingar eins og “veggja-hopp” léttilega, þá verður mjög þægilegt að ferðast um svæðið. Þú finnur fyrir mikið meira frelsi til að skoða hvað sem er og fara hver sem er, en þú gerðir í Super Mario 64. Veggja-hoppin hafa verið gerð eins auðveld og mögulegt er og að klifra tré er leikur einn, og jafnvel að ganga eftir mjóum vír er einfalt. Nintendo hönnuðu þetta þannig að þegar þú hoppar mjög nálægt vír þá ferðu sjálfkrafa á hann. Þannig, að hoppa frá vír til annars vírs er einfalt og skemmtilegt. Í sannleika sagt, þá eru Nintendo mjög stoltir af þessari vír-göngu tækni sem þeir fundu uppá. Annað sem er mjög sniðugt, þegar Mario hoppar á víra eða reipi þá bognast það og það er janfvel hægt að nota það til að skjóta sér upp í loftið. Svona reipi eru á mörgum stöðum og hjálpar til við að láta mann finnast maður geta gert hvað sem er í þessum heimi.

Það eru allir þessu litlu hlutir sem láta Mario skara framúr á sínu sviði. Sem dæmi, Mario meiðist að sjálfsögðu þegar hann lendir í háu falli á harða jörðina. En ef þú nærð að grípa í hlið á byggingu eða hlut með A-takkanum, þá sérðu að Mario rennur rólega niður vegginn og fær mjúka lendingu. Mjög einfaldur hlutur, en spilar stóru hlutverki samt í spilun leiksins. Þetta bætir enn einni snilldinni í þennan fjölbreytta leik.

Vatnsbyssan, að sjálfsögðu, er með sína eigin eðlisfræði. Þegar þú ert í “Jetpack mode” þá skýst vatn útúr tankinum og lætur þig svífa upp. Þetta getur verið notað á marga vegu. Til dæmis, ef þú ert að synda um í vatni og nærð ekki að hoppa uppúr því vegna þess hvað bakkinn er hátt uppi, þá getur þú notað vatsnkraftinn í jetpackinu til að skjóta þér upp.

Að sprauta vatni, í rauninni, verður stór hluti af spilunarreynslunni. Það er notað til að sprauta burtu drullunni og skítnum sem er í bænum. Á sumum stöðum er svo hægt að þrífa fullt af drullu og ógeði, og þá byrja að vaxa tré og umhverfið verður fallegra. Enn eitt sem kemur manni á óvart og bætir lífi í þessa stórglæsilegu veröld í Super Mario Sunshine. Svo ekki sé minnst á það, að vatnsbyssan er er mjög mikilvæg við að leysa þrautir og fleira.

Síðast en ekki síst, þá eru alltaf sérstök “tricks” við að berjast við endakallana. Þau fela flest í sér að nota vatnsbyssuna á einhvern hátt.

Hönnuðurinn, Shigeru Miyamoto lofar því að leikurinn muni endast jafnlengi í spilun og Mario 64 gerði, og mikið meira en það!

Grafík og Tækni..

Ok, nú helduru líklega að Super Mario Sunshine keyri ekki á eins góðri grafík vél og GameCube hefur uppá að bjóða. Nei, reyndar hefur hann ekki jafn yndislega grafík og við höfum séð í StarFox Adventures frá Rare, og þú munt ekki sjá jafn stórkostlegt “lighting effects” og “modeling” eins og í Metroid Prime. En samt sem áður hafa þeir hjá Nintendo gert mjög góða hluti við grafíkina, og maður getur líka séð mjög langt fram fyrir sig án þess að það komi svona hálfgerð þoka (draw-distance). Til að byrja með, þá lýtur vatnið frábærlega vel út þegar Mario skýtur úr vatnsbyssunni, og það er fögur sjón að sjá alla smádropana skjótast út í loftið og skvettast til og frá. Líka þegar þú skýtur á hluti þá kemur svona blautur blettur sem gufar smátt og smátt upp. Síðan er snilld þegar kemur að drullunni, ef maður til dæmis sprautar á klístrið þá dreyfist það og bregst við vatnsbununni, síðan ef þú stígur í klístrið þá klessist það í fötin og skóna á Mario og hann verður skítugur. Þá kemur það oft fyrir að hann skilji eftir sig fótspor þangað til að maður stekkur út í vatn og hreinsar sig. Þá fer drullan af Mario og “mengar” vatnið í kring, sem er mjög raunvörulega gert því drullan dreyfist svona í vatninu þar sem Mario er.

Grafíkin er allavega mjög flott þó hún sé ekki sú allara besta sem finnst, og vatnið er stórkostlegt í útliti. Og leikurinn keyrir á vel á stöðugu “60 frames per second” – eða allavega, í myndbandinu sem var sýnt á SpaceWorld sýningunni. En á E3 sýningunnilæstu þeir spiluninni á 30 FPS og hann keyrðist bara helvíti vel þannig. En við skulum vona að hann verði á 60 FPS því það er auðvitað alltaf betra :)
Það eru einstaka partar í leiknum sem eru ekkert rosalega flottir grafíklega séð, en það er nú bara smávesen sem maður tekur varla eftir, allt-í-allt er þessi leikur mjög vel útlýtandi og sá flottasti í sínum flokki.

Hljóð..

Það er Dolby Pro Logic 2 að þakka að þessi leikur lætur mjög vel í eyrum í alla staði. Þú heyrir óvina hoppandi um fyrir aftan þig plús allt annað sem er að gerast í kringum þig. Og þó þetta sé kannski ekki það allra besta hljóð sem þú gætir heyrt í tölvuleik, þá er það sko meira en nóg fyrir Super Mario Sunshine og hljómar mjög vel alltsaman. Þess má til gamans geta að þú heyrir skrölta í vatnsbyssunni þegar mikið gengur á :)
Svo maður tali nú ekki um að öll klassísku Mario lögin eru enn á sínum stað! :D

Það er ekki óhætt að stara í sólina dagsdaglega, en ég mæli með því að þið hafið auga með Super Mario Sunshine ;)
Þetta er frábært Single Player ævintýri sem inniheldur allt það skemmtilega úr Super Mario 64 plús fullt af fleiru. Harðir Nintendo aðdáendur munu án efa setja þennan í toppsætin á “wanted” listanum sínum, og allir þeir sem hafa minnsta áhuga á platform-ævintýraleikjum ættu að búa til pláss á sínum lista líka.