Super Monkey Ball 2 Preview (GameCube) Super Monkey Ball frá SEGA, hefur selst í sirka 700 þúsund eintökum um allan heim síðan hann var gefinn út. Ekki vegna þess að hann hafði fallega grafík, þótt hún hafi verið litrík og lífleg, það var vegna þess að leikurinn var ávanabindandi og skemmtilegur. Plús, hann bauð uppá að leyfa leikmönnum að vera sætir apar lokaðir í glærum boltum sem áttu svo að vinna sig í gegnum flókin þrívíddar-borð. Hvað í veröldinni gæti verið betra ?

Svarið er nokkuð augljóst, Super Monkey Ball 2. Framhaldið, sem hefur verið í leynilegri framleiðslu í furðulega langan tíma, hann er kominn langt á leið og er væntanlegur í hillurnar fyrir áramót. Stóra spurningin er, hver er munurinn ? Ef til vill heldur þú að það sé enginn munur, en hugsaðu aftur…
SMB2 hefur 150 borð, nýja spilunarreynslu og margt, margt fleira. IGN fengu sitt tækifæri til að prófa hann á E3 sýningunni 2002 og þetta höfðu þeir að segja, “We had the chance to go hands on with the game and we just about drowned in our own drool.” Gæti hann virkilega verið svo góður ? lestu áfram…

Super Monkey Ball 2 er sannur þróunargripur. Stjórnunin og takkastillingarnar er alveg óbreytt. Að klára borð er ennþá eins einfalt og að ná stjórn á apanum sínum með “analognum” á stýripinnanum. Það er ekkert hopp. Ekkert hlaup. Það er ekkert annað í rauninni.

Í leiknum er Story Mode. Api, hálfgerður einfari, ræðst inn á heimili apanna í von um að finna vináttu. Greyið hefur greinilega enga kunnáttu um félagsskap eða samskipti, engu að síður, í staðinn fyrir að haga sér vingjarnlega, stelur hann öllum bönununum þeirra og skorar á þá að reyna ná þeim aftur. Aparnir nota álög og galdra til að úthugsa og framkalla aðferð til að ná bönununum aftur. Og nokkurnveginn svona hljómar sagan.

Það er slatti af Single Player borðum. Fyrirtækið notar sama system og Nintendo gerði í Super Mario Bros, Merkjir borðin sem ‘1-2’ og 1-3' og svo framvegis. Þetta fer í gegnum 10 venjuleg þrep (stages), sem halda svo áfram. Borðin verða strax erfiðari. Fleiri hlykkjur, fleiri beygjur, fleiri ójöfnur og krókar. Það eru hallandi brautir sem krefjast þess að apinn rúlli á sérstökum hraða. Það eru vegir sem mynda slaufur, vegir sem ganga í bylgjum og sumir með öldum sem sópa manni af og fleira, og leikmenn þurfa að fara meðfram þeim á öruggum stöðum til að falla ekki fram af og í dauðan. Allir af þessum viðbættu hlutum eru mjög ávanabindandi þegar þyngdarstigið er orðið hátt – Þá verður mjög erfitt, að leggja frá sér stýripinnan. Þetta er engin lygi. Feel the monkey! :D

Að sjálfsögðu eru Single Player borðin jafn skemmtileg og áður, en það er í rauninni hinir auknu Multiplayer möguleikar sem skilur Super Monkey Ball 2 frá forvera sínum. Allir gömlu möguleikarnir eru komnir aftur, endurbættir og breyttir.
Monkey Race snýr aftur með nýjum svæðum til að skoða.
Monkey Fight snýr aftur með nýjum svæðum og með möguleika fyrir “Sudden Death”. Síðan eru Power-ups fljótandi í loftinu sem leikmenn geta náð.
Monkey Golf er þarna líka og jafnvel enn erfiðara en áður. Sum borðin eru gríðarstór og víðáttumikil, full af gjám og hyldýpum og sand-holum.
Monkey Billiard er á svæðinu líka með “nine-ball mode”, með steinum og flottu umhverfi.
En það sem hefur líklega fengið mestu endurbæturnar er Monkey Bowling. keilubrautirnar eru sumar á ferð og beygjast til og frá, með öldum, hoppum, og miklu, miklu meira.

Síðan er komið að því nýja. Baseball, það er hannað til að virka svipað og fyrri hafnarboltaleikir frá SEGA, og lýtur mjög vel út.
Boat Race, í því á maður að sigla Kanó eftir á með því að nota L or R takkana, það getur verið krefjandi því auðvelt er að klessa utan í bakkana og snúast við, og þar með tapa keppninni – Vatnið í þessu lýtur óvenju vel út.
Síðan má ekki gleyma Monkey Soccer, raunvörulegur fótboltahermir, og, uh, apar að sjálfsögðu :) Leikmenn geta keppt við tölvuna eða hvorn annan, þessi leikur snýst bara um það að sparka bolta um völlinn og reyna að skora. það eru janfvel vítaspyrnur í leiknum sem getur verið mjög gaman að reyna að verja.
Einnig er Monkey Tennis með, og sá leikur er líklega sá skemmtilegasti af þeim öllum. Hann er líkur SEGA Virtua Tennis nema bara með öpum. Tæknin er mjög ávanabindandi og svipuð. Það eru 3 vellir sem maður getur valið á milli, og hægt er að spila 2on2.
Síðan er annar stórskemmtilegur leikur sem heitir Monkey Shot, hann er í rauninni eftirherma af Virtua Cop, nema með vopnuðum öpum í staðinn, í honum áttu að skjóta á bananatré, kofa og eitthvað fleira til dæmis.
Síðast en ekki síst, Monkey Dog Fight – það er leikur sem aparnir fljúga um á flugvélum og skjóta á hvorn annan – nokkurs konar Mario Kart í lofti, segja SEGA.

Þessi leikur er í rauninni mjög stór og flottur, og búið að bæta hann á öllum sviðum og gera skemmtilegri. Eitt enn sem er mjög gott, leikurinn keyrir á 60 frames per second eins og sá fyrri, sem gott miðað við allar grafík endurbæturnar. Meira að segja í 4 player spilast hann alveg smooth :)

Super Monkey Ball 2 er stærri og betri – allt sem sannur framhaldsleikur ætti að vera. Prepare to be addicted all over again! :D

Ég vill taka fram að ég hef ekki prófað leikinn, skrifa þetta allt eftir heimildum frá <a=href "http://cube.ign.com/" target=new> cube.ign.com </a>

Þessi leikur hljómar mjög vel og ætti að hafa mjög mikið replay value og gameplay, Það er eins gott að eiga vini núna, því Multiplayer verður snilld í þessum leik!