Í fyrsta lagi yrði þetta all console mót. Þ.e GameCube, Playstation 2 og Xbox. Jafnvel hægt að hafa GameBoy Advance með. Sennilega yrði aðgangsfé inná þetta, þ.e til að keppa og auðvitað yrði reynt að hafa þetta sem ódýrast. Það ætti að vera hægt að fá sponsor á svona held ég. BT? Skífan? Ormson? Tölvudreifing?
Það sem til þarf eru leikjatölvurnar sjálfar (sponsors?), aðstaða, sjónvörpin (sponsors?), stólar, matur, drykkir, sponsorar og svo framvegis. Svo að ef einhver ykkar veit um einhverja smugu til að redda einhverju af þessu þá láta vita.
Ég var að pæla í þessu á sem auðveldastan máta. Þetta yrðu bara þessar 3 leikjatölvur (+ GBA kannski) og fólk mundi borga X mikið fé fyrir hverja tölvu sem það keppir á. Sem dæmi væri 1500kr. keppnisgjald fyrir eina, 2500kr. fyrir tvær og fyrir að keppa á allar væri 3000kr. Þetta er bara dæmi ath! Skipt væri niður í hópa t.d 4 manna hópa sem myndu keppast um sigur í einhverjum leik, sem dæmi Super Smash Bros Melee, Gran Turismo eða hvaða leik sem valinn yrði. Leikir yrðu fyrirfram ákveðnir auðvitað.
Keppnisgjald væri fyrir leigu á aðstöðu því að leigja ágætlega stórt húsnæði er ekkert ódýrt.
Tökum sem dæmi ef það væri keppt í Gran Turismo 3 eða Concept, þá væri annað hvort keppt í 2 player eða Time Trial. Hver og einn fær 2-3 tilraunir og gildir besti tíminn. Skipt væri niður í flokka/riðla og þeir sem ná bestu tíma fara upp. Mjög einfalt og ég held að allir skilji þetta og þess vegna held ég að ég þurfi ekkert að útskýra þetta nánar. It´s been done before svo útskýring er varla þörf :)
Verðlaun væru vonandi frá sponsorum. T.d sá sem mundi vinna í sem dæmi GTC fengi inneignarnótu í BT (sem dæmi) og gæti valið sér leik eða hvað sem er. Mér datt í hug að Ormson væru með GameCube vinninga (leik fyrir 2-3 sæti en 1. sæti væri GC tölva + leikur), Skífan með Playstation 2 vinninga (leik fyrir 2-3 sæti, PS2 tölva + leikur fyrir 1. sæti) Tölvudreifing með Xbox vinninga (Xbox leik fyrir 2-3 sæti og Xbox tölva + leikur fyrir 1. sæti) og BT væru kannski með inneignarvinninga (fyrir leikjum t.d) eða DVD vinninga, þ.e DVD myndir. Bara sem dæmi. MadMax, any chance? Einnig væri gaman að fá einhvern pizzastað til að vera með bás á staðnum og gætu selt sneiðar á X krónur. Jafnvel fengið Vífilfell eða Ölgerðina til að vera með drykki.
Aðstaða yrði að vera nokkuð góð og nokkuð stór því ég er ekki frá því að það er áhugi á þessu og hann er hann ekki lítill, ef þið skiljið mig. Mig grunar alveg að það sé fólk þarna úti sem langar í Console-mót alveg eins og mörgum finnst gaman á Skjálfta og þannig mótum.
Endilega látið ykkar hugmyndir koma fram og látið vita ef þið hafi áhuga á svona. Eins og þið sjáið þá er þetta simple mót, ekkert frábrugðið öðrum leikjamótum nema hvað að þarna er ekki keppt á netinu, heldur við þann sem situr við hliðiná þér.
Þetta er nú bara saklaus hugmynd hjá mér :) Post your ideas….
Þetta er undirskrift