Þetta er satt að vissu leiti. Leikjaframleiðendur eru að tapa hugmyndafluginu þessa mánuðina. Leikur eftir leik virðist bara vera clone af öðrum vinsælum leik. Þeir einu, að mínu mati, sem virðast geta gert FRUMLEGA leiki þessi árin, eru Nintendo eða framleiðendur sem eru í eigu Nintendo eða framleiða bara fyrir Nintendo. Svo sem Rare, Retro, Silicon Knights og þess háttar.
Það hefur enginn hjá Nintendo staðfest heldur að GameCube sé þeirra síðasta leikjatölva, þetta er aðeins það sem fólk er að velta fyrir sér þar sem Iwata, nýr forseti Nintendo, leggur áherslu á að Nintendo ætli að einbeita sér meira að leikjum næstu árin. Það sem ég tel að hann eigi við er að þeir ætli að framleiða fleiri leiki en þeir hafi gert áður. 8 ára líftíminn er líka sniðugur, þar sem það er alveg satt að betri og betri grafík bjargar ekki leikjum… the gameplay does… og Nintendo hafa nóg af gameplay!
Tökum sem dæmi kvikmyndir, kvikmynd er ekki góð ef handrit, leikur og söguþráður er ekki í lagi, og góðar tæknibrellur bjarga ekki myndum. Þetta á við kvikmyndabransann í dag. Kvikmyndaframleiðendur eru að verða uppiskroppa með hugmyndir og þess vegna eru þeir farnir að sýna sig með tæknibrellum. Svo virðist vera sem leikjatölvuframleiðendur séu að stefna á það sama, showing off who got the best graphics!
Og persónulegt mat, besta grafíkin OG besta gameplayið, er í Nintendo GameCube! Þeir eru einfaldlega með vel balanceraða tölvu, og framleiðendur eru hrifnir af henni. Þeir eru að ná góðri grafík á hana og það með lítilli fyrirhöfn. En það segir ekki endilega að leikirnir séu betri, þ.e betri grafík. Nei en Nintendo eru með leikina sem eru all about the gameplay. Og ekki skemmir að grafíkin í þessum snilldarleikjum er geðveik. Þeir kunna að blanda þessu saman.
Sama hvað einhverjar helv… sölutölur segja þá er GameCube, tel ég, málið í dag! Sölutölurnar skipta mig engu máli…þar sem ég tel að allavega 30-40% af þeim sem kaupa PS2 sem dæmi, kaupi hana bara útaf “trendinu”. Hardcore gamers velja GameCube.
Mitt álit
Þetta er undirskrift
jonkorn… ég gæti ekki verið meira sammála þér, GameCube er málið. Og mér finnst of mikið um að fólk kaupi PS2 bara útá hið fræga “PlayStation” nafn, ég meina, margir vita ekkert um þessar tölvur en kaupa bara PS2 útaf PSX var svo vinsæl.. þeir nenna ekkert að spá í öðrum vélum sem eru á markaðnum því að hið fræga “PlayStation” nafn hljómar best og ætti ekki að klikka, þá eru þeir líka svo “kúl” og geta sagst átt Playstation2.
No offence samt til PS2, ágætis tölva og margir sem kaupa hana útaf því að þeir fíla leikina og þannig. En ég ætla að fá mér GameCube útaf það eru endalausir leikir sem ég mun fíla á hana.
Síðan er eitt sem pirrar mig við flesta PS2 leiki, þeir eru fullir af myndböndum ig maður fær varla að spila neitt. Svo ég taki dæmi þá prófaði ég MGS2 um daginn (ég veit að ég er seinn :) og ég var búinn að spila í sirka 2 tíma og 1 & 1/2 tími af því voru myndbönd sirka.. þá gafst ég upp á leiknum. Og svo ég taki kannski annað dæmi, Bouncer, úff.. ég hélt að það yrði svona hardcore action slagsmálaleikur… en nei! maður fær að slást aðeins en síðan eru endalaus myndbönd af garunum hlaupandi um og talandi við hvorn annan.. þannig ég gafst líka upp á honum.
Ég spila ekki PS2 leiki mikið, og hefur ekkert líkað vel við hana í rauninni.. og svona böggandi vesen í leikjum, sem maður fær varla að spila neitt, bætir ekki álit mitt á henni. Það er eins og þeir urfi eitthvað að reyna að sanna að þeir geti gert flotta grafík og flott myndbönd.. í staðinn fyrir að vera með nógu mikið spil bara, og reyna að græða útá gameplay'ið frekar.
En núna nenni ég ekki að röfla um þetta lengur :)
ég kýs GameCube fram yfir PS2 og XBOX, einfaldlega skemmtilegri leikir og fleiri exclusives.
0
True..
Mér finnst overuse á cutscenes ekki skemmtilegt. Frekar vil ég 100% gameplay heldur en 60% video eins og margir leikir eru í dag. Það hreinlega pirrar mig að horfa endalaust á video. Sum video eru flott, en sum eru bara óþarfi og bara graphical show-off!
Ég prófaði MGS2 fyrir einhverjum mánuðum, góður leikur. En magnið af videoum í leiknum pirraði mig, lengdin á videounum líka! Ég persónulega hef gaman af góðum, flottum cutscenes, en ég þoli ekki cutscenes sem þjóna engum tilgangi.
Ég er sammála því að þeir leikir sem mig langar að spila og hef fulla trú á að séu skemmtilegir komi á GameCube, og mest af þeim kemur í haust og í vetur! Ég hef sjaldan beðið eftir vetrinum með jafnmikilli eftirvæntingu!
Nintendo voru álitnir barnalegir og vitleysa þegar N64 var og hét, ég skildi það aldrei enda finnst mér N64 snilld. Núna virðist hins vegar annað mál, GameCube er að slá í gegn. Það er bara svo mikið af leikjum á leiðinni að gömlu reyndu hardcore leikjafíklarnir fíla þetta. Allavega megnið af þeim. Þeir sem ekki fíla GC er yfirleitt fólk sem uppgötvaði leikjatölvuna í PSX. Sér ekki annað en PlayStation tískunafnið.
Sorglega er að fólk lítur hornauga á Nintendo fyrir að vera með “barnaleiki” en staðreyndin er sú að þessir “barnaleikir” eru hrein og bein snilld! Það þarf enginn að segja mér að það hafi ekki verið reynt að “ride Nintendo´s thunder” í leikjagerð. Það hefur verið reynt að stæla Mario, Zelda og tja, nánast flesta af þessum Nintendo karakterum. HALLÓ DIGIMON! Útlitið á Link hefur meira að segja verið klónað. Dark Cloud anyone?
Margir halda að Sony hafi bara, púff, fundið upp leikjatölvuna þegar PSX kom út og meira að segja hef ég fengið eftirfarandi spurningu “Er GameCube svona PlayStation?”
Ég vil meina að Nintendo séu komnir aftur og það með krafti! Sölutölur er ekki það sem skiptir máli *hint* *hint* heldur ánægja þeirra sem spila leikina! Margir virðast ekki fatta það…
Þetta er undirskrift
0
“Síðan er eitt sem pirrar mig við flesta PS2 leiki, þeir eru fullir af myndböndum ig maður fær varla að spila neitt.”
Mér finnst þetta dáldið ýkt hjá þér. Mér fannst t.d MGS2 mjög góður leikur og ég mæli með honum fyrir hvern sem er. Myndböndin voru öll mjög töff og flott nema eitt. *SPOILER* Þegar Otacon fer að væla þegar EE deyr. Illa misheppnað atriði. Svo hermir páfagaukurinn eftir EE og hann heldur áfram að væla *END SPOILER*. Allt ótrúlega gervilegt. En samt sem áður getur þú ekki sagt þetta um “flesta” PS2 leiki því að MGS2 og FF10 eru kannski einu dæmin (sem ég veit um). GTA3 var pura gamaplay. Grafíkin voru fín en leikurinn byggðist upp á gameplayinu og hefur hann verið mest seldi leikurinn á PS2 mjög lengi.
Bara hafa rökin á hreinu. Þótt mér finnst allt annað vera rétt hjá þér :)
0
Ég hef ekki spilað MGS2 mikið, c.a 4-5 tíma og ég hafði mjög gaman af. Góður leikur. Það sem mér fannst stundum annoying það var magnið af cutscenes en ólíkt mörgum leikjum þá voru þetta ekki endilega tilgangslaus cutscenes. Margir leikir þurfa einfaldlega cutscenes til að útskýra söguþráð en margir leikir eru líka með cutscenes bara til að hafa cutscenes.
GTA3 er líka snilld, pure gameplay eins og Sphere segir. Cutscenes í honum þjóna sínum tilgangi og það er ekki verið að troða óþarfa cs þar inní.
Þetta er undirskrift
0
Ég hef oftast gaman að cutscenes/videos en það hefur komið fyrir að ég hafi spilað leik með of mikið af slíku..
Mortal men doomed to die!
0
Jájá, ég var í rauninnu ekki að setja mikið útá MGS2, það er góður leikur.. en það pirraði mig smá hvað það voru hrikalega mikið af cut-scenes, kannski bara útaf því að ég hafði tölvuna í láni og hafði ekki allan tíman í heiminum til að spila hann :) ..who knows.
En ég hef tekið eftir þessu í flestum leikjum sem ég spila á PS2, þá vill ég samt taka fram að GTA3 flokkast ekki þar undir, hann er pura gameplay eins og þú segir, og mjög góður leikur. En ég kýs að spila hann frekar á PC því lyklaborð og mús eru mikið þægilegri en PS2 stýripinnin (imo) :P
0
Ég spilaði og er enn að spila mgs2, og finnst hann besti leikur sem ég hef prófa hingað til. Það eru að vísu mörg cutscenes en mér fannst þau öll þjóna sögunni miklum tilgangi. Það var einungis í annað og þriðja skipti sem ég var að klára leikinn að ég varð þreyttur á þeim.
0