Ég varð fyrir rosalegum áhrifum frá Silent Hill þegar ég vann hann og hreifst ég rosalega af því hvernig hann virkaði sálfræðilega á mann, þannig vill ég að þessi leikur virki á mann.
Allur leikurinn á að gerast á skipi, er ekki búnað ákveða hvort það ætti að vera eitthvað vörufluttningaskip, skemmtiferðaskip eða jafnvel fiskiskip, ég hallast meira að skemmtiferða.
Leikurinn byrjar þar sem aðalpersónan ( er ekki búnað ákveða nafnið, bara Hr. X nú sem stendur ) vaknar í koju einhversstaðar í skipinu. Hann er allur blautur og kaldur þegar hann vaknar og man hann heldur ekki neitt hvað kom fyrir eða hver hann sé ( skrítið hvað það kemur oft fyrir ). Hann stendur upp, báturinn vaggar órólega og hann á erfitt með að standa í lappirnar. Hann ætlar að kveikja ljósin en auðvitað er ekkert rafmagn, þetta er nú survival horror verður að vera myrkur !!!
Hr. X þarf semsagt að redda sér vasaljósi, en það verður ekki í sama herbergi eins og í svo mörgum öðrum leikjum, Silent Hill til dæmis þar var vasaljósið og hnífurinn upp á afgreiðsluborðinu ekki bakvið.
Það er undir manni sjálfum komið að redda sér vasaljósi. En það er auðveldara að redda korti, þau hanga oftast upp á veggjum í skipum.
Ég myndi líka vilja að maður fengi að ráða hvað maður ætti að byrja á að rannsaka ( ákveðið frelsi ), það er rafmagnleysi í skipinu, laga það. Maður er ekki búnað rekast á neinn annan skipverja, finna einhverja aðra úr áhöfninni. Finna talstöð og koma á sambandi við land. Mér finnst nefnilega dálítið pirrandi að vita frá byrjun hvað maður á að gera, ég meina hvað myndi maður sjálfur gera ef þetta kæmi fyrir mann…( dálítið ólíklegt að þetta kæmi fyrir en samt )
Oft er þannig að maður fær vopn um leið og maður byrjar leiki en ég vil sjá smá hlaup og panic í gangi í smá tíma. Maður gæti kanski reddað sér hnífi úr eldhúsinu, náð sér í öxi sem hengur upp á vegg ( þið vitið í þessi í glerkassanum ). En persónulega þá myndi ég vilja geta notað slökkvutæki og berja óvinina hressilega í hausinn þegar þeir liggja, sem væri svona final höggið.
Ég sé áhöfnina fyrir mér sem óvini, alla blauta og í rauðum björgunarvestum, þið vitið hvað hljóð heyrist þegar maður gengur í blautum stígvélum þannig á að heyrast í óvininum þegar hann gengur um ganga skipsins. Ég vil líka að gervigreindin hjá óvíninum sé aðeins betri heldur en t.d. Silent hill 1-2 hún var glötuð þar.
Ég vil að umhverfið ( skipið ) virki mjög truflandi ´´disturbing´´ á mann. Sérstakleg þegar maður kemur út og horfir út í sjóinn, þá myndi ég vilja sjá dauða áhafnarmeðlima í björgunarhringjum á víð og dreif. Mér þætti líka flott koma að einu og einu herbergi fullu af sjó og lík fljótandi þar.
Auðvitað þarfnast þessi hugmynd lagfæringar en þetta allt er bara í grófum dráttum. Mér langar bara að beina spurningu minni til allra survival horror fríka þarna úti. Gætuð þið ímyndað ykkur að spila þennan leik ???
___________________________________________________________________

Wanting to be someone else is a waste of the person you are…