-Metroid Prime-
Fyrir suma þá þarf ekki að kynna þennan leik. Upphaflega kom Metroid í gömlu góðu NES og sló í gegn en það sem gerði Samus Aran að ódauðlegum karakter var þó Super Metroid í SNES. Samus átti nú að snúa aftur til lífs í N64 en varð þó “canned” eftir stuttan development tíma samkvæmt því sem ég best veit. Nintendo ákváðu svo að gera eitt stykki Metroid fyrir okkur í GameCube og fengu Retro Studios það verkefni. Mörg leikjafyrirtæki höfðu barist um að fá réttinn til að hanna þennan leik en ástæðan sem Nintendo gaf fyrir þessu vali var: Þeir eru Metroid aðdáendur og því gera þeir leikinn rétt. Þeir urðu síðan svo hrifnir af því sem Retro voru að gera þannig að þeir keyptu bara Retroana. En nóg um það, meira um leikinn. Þessi eins og fyrri er um Samus Aran. Chic in Metal, with a cannon! Blasta geimverusull og rúlla sér um eins og keilukúla. Spennó? You bet! Leikurinn spilast bæði í 1st og 3rd person og fer myndavélin “saumlaust” milli sjónarhorna. Eitt sem er mjög sniðugt við leikinn eru “visors”. Þ.e skjáirnir sem Samus sér í hjálminum sínum. Hún fær upplýsingar um óvini og vopn og fleira á skjáinn. Getur zoomað inn og út og fengið info. Grafíklega séð er þessi leikur einn sá ALFLOTTASTI sem ég hef séð. Ég veit að margir eru mér sammála (ekki segja “pff…Halo er miklu flottari” því þá hefurðu ekki séð þennan…ekkert á móti Halo, bara ekki afskrá þennan takk fyrir!). Sem dæmi um grafíkvinnuna í þessum leik þá tóku þeir í Retro sér SEX MÁNUÐI í það eitt að hanna morphið hennar. Þ.e úr standing human niður í rolling ball. Þeir vildu fá þetta eins detailed og möguleiki var. Þeir vildu að fólk mundi trúa þessu. Ef þið skiljið. Annað, ef Samus dúndrar sprengju á vegg t.d þá kemur auðvitað mikil birta af sprengjunni. Hvað gerist? Jú ef leikurinn er í 1st person þá sést andlitið á henni endurspeglast í glerinu (Visor-num). Ekki bara flat face, heldur með emotions og grettum takk fyrir. Sem sagt lítur undan og lokar augunum. Þessi verður stór og mikill!!
Eftirvænting: *****
Eternal Darkness: Sanity´s Requiem
Enn eitt stórnafnið fyrir GameCube sem kemur innan tíðar. Þessi byrjaði sem N64 project en var síðan færður yfir á GameCube þegar ljóst var að N64 ætti stutt líf framundan. Silicon Knights gera þennan leik og eru þeir, eins og Retro Studios, í fullri eigu Nintendo (skv. því sem ég best veit). Þetta er Survival horror leikur með sál. 9.6, 9.4, 9.5 og þannig einkunnir eru ekki fyrir hvaða leiki sem er. Þessi er þéttur! Við erum að tala um fully-packed-gore-fest hérna. Það sem gerir þennan leik frábrugðinn öðrum survival horror leikjum er plottið. Leikurinn byrjar á því að gamall maður er myrtur og barnabarn hans fengið á staðinn. A chic. Hún vill nú komast að því hvað varð honum að bana því það vantar nú einu sinni kollinn á kallinn. Hún finnur þá bók á heimili hans. í hana vantar nokkrar síður. Þá koma til sögunnar fullt af karakterum sem spanna frá rómartímabilinu yfir í miðaldir og yfir í okkar tíma. Alls 14 sögulegir tímar ef ég man rétt. Allir tengjast þeir þessari bók. Ég vil ekki segja of mikið um plottið :) It´s too good to reveal! Annað sem er interesting er Sanity meter. Því lengur sem maður berst við óvini því meira geðveikur verður maður! Ef maður missir geðheilsuna fer maður að sjá ofsjónir, erfiðara að stjórna karakternum og svo framvegis. Ofsjónir eru t.d: þú ert að ganga um bloody gang og sérð hurð, þú gengur inn og allt í einu ráðast á þig skrímsli og rífa þig í sundur án þess að þú réðir við það. Svo allt í einu ertu kominn við hurðina aftur eins og ekkert skeði. Gerðist þetta eða var þetta fyrirboði? Annað dæmi: Þú ert að berjast við ófríða gaura og allt í einu ertu vopnlaus og ekki með neitt health. Why on earth? Þú reynir að hlaupa og forðast gaurana en svo allt í einu færðu allt aftur. What the fu*k happened? Þið fattið þetta. Einnig er víst skemmtilegt magic spell kerfi í leiknum þó ég sé ekki mjög fróður um það. En þessi leikur verður trendsetter. Hann er þegar búinn að valda miklum umræðum í USA vegna originality. New generation of survival horrors?
Eftirvænting: *****
Starfox Adventures: Dinosaur Planet
Rareware. Þetta ætti að vera nóg fyrir þá sem þekkja til Rare. GoldenEye 007. Perfect Dark. Banjo Kazooie. Conker´s Bad Fur Day. Þetta eru gaurar með hugmyndaflug í lagi. Þessi, eins og hinir tveir, átti upphaflega að koma í N64 (þó að Metroid Prime hafi ekki beint verið N64 project) en þá sem Dinosaur Planet frá Rare. En Nintendo ákvað að láta þá fá Starfox nafnið og blanda því við Dinosaur Planet. Svo að tilvist karaktera sem voru komnir í DP var bara, eytt. Out with the new, in with the old! Weird? Skrítið að útrýma flottum nýjum karakterum fyrir gamla og þreytta? Starfox gengið eru ekki þreyttir karakterar. Allir Starfox leikirnir hafa slegið í gegn vegna snilldar gameplay. En jæja hvernig er þessi leikur? Hann spilast með Zelda-type control og gameplay. Það er s.s Z-targetting og X-Y hafa sín vopn “assigned”. Þetta er 3rd person leikur með grafík í lagi. Ég get í raun ekki lýst fegurð grafíkinnar. Ef þið þekkið verk Rare frá tímum N64 þá skiljið þið mig. Hver man ekki eftir því hvað maður gapti þegar maður sá Banjo eða Donkey leikina fyrst (frá Rare). Eða Conker? Allt saman svo… fallegt? Trúðu mér lesandi góður, grafíkin í Starfox: DP er litrík og rosalega…FLOTT! Farðu á www.rareware.com og leitaðu að Starfox. Loðfeldur hefur aldrei litið svona vel út í tölvuleik. Kannski í FMV en ekki í actual gameplay! Í þessum leik eru huge environments og huge amount of character detail. Rare eru þekktir fyrir það að nýta grafíkvélar til síðasta dropa og það sást í N64 leikjunum. Ótrúlegt hvað þeim tókst að kreista úr þessum litlu leikjahylkjum svo að þú lesandi góður getur átt von á alveg hreint rosalegum leik.
Eftirvænting: *****
Resident Evil 1
So, what´s this. Gamall Resident Evil leikur? Jey ég er svo búinn að klára þennan leik fyrir mörgum árum. Boring gömul PSX grafík. HELL NO! Þessi leikur fékk heldur betur Silky White Glove Treatment. Við erum að tala um rosalega grafík. Svo rosalega að fólk trúir varla að þetta sé tölvuleikur. Einnig er lýsingin í leiknum rosalega flott. Ljós flöktir og tunglsljósið lýs inn um glugga og varpar skugga af borðum t.d. Leikurinn er í útliti eins og nýr leikur en þetta er fyrsti leikurinn í seríunni. Sagður vera sá “spúkíasti”. Ég spilaði hann reyndar lítið. Tók hann einu sinni á leigu og þorði nú sem minnst að spila hann hehe. En það er ekki bara grafíkin sem hefur fengið “endurvakningu” (zombie-ized?) heldur hefur plottinu aðeins verið breytt held ég og hlutir færður úr stað í stað. Einnig hefur nýjum herbergjum og outdoor hlutum verið bætt við. Nýtt í gameplayinu er hnífurinn skemmtilegi. Ef maður er low on ammo og tímir ekki að eyða skotum í lameass-dead-grunts þá bara stinga gimpin í augað með einu stykki hníf. Nice. Ég þarf ekki að segja mikið um þennan því flestir vita hvað er í gangi hérna. Old game being reborn…og það á glæsilegan hátt!
Eftirvænting: ****1/2
Super Mario Sunshine
Jæja, þá er komið að okkur sem hafa gaman af því að skemmta litlu krökkunum inní okkur. Let´s face it. Mario leikir eru of course all-ages leikir en af hverju eru eldri krakkar og fullorðið fólk svona hrifið af þeim? Þeir eru með snilldar gameplay! Auðvelt svar! Við munum öll eftir því hvernig Mario 64 breytti leikjaheiminum. First playable cartoon anyone? Nýi á víst að vera jafn “inspiring” og sá gamli. Bara allt annað plott! í þetta skipti á maður ekki að bjarga hinni sífeltkomandisérívandræði Peach. WOW! Hit refresh! Ha? Nei. Því í þetta skiptið eru þau saman í skemmtiferð á lítilli sólareyju. Hmmm…kinky. En eitthvað er nú bogið við þetta allt saman. Litaklessur og veggjakrot um allt. Og það virðist vera sem Mario gerði þetta! Nei hann vill ekki láta eyjabúa trúa því og hefst þá hreinsunarstaf Mario hf. Til þess er hann vopnaður vatnsbyssu (Ekki super-soaker). Hann kemst svo að því að sá sem er að þessu er nákvæm eftirlýking af honum, bara úr því er virðist, vatni. En einhver hlýtur nú að vera á bakvið þetta. Why do I guess -> Bowser? En jæja, hver veit. Ég meina, Peach doesn´t need to be saved svo að það gæti verið að nýr karakter sé fæddur. En ég gruna Bowser! Þessi leikur er að lenda í Japan og hefur hann fengið gríðargóða dóma. 38/40 í Famitsu! Sem er gott (Sorry Ísleifur). Grafíklega sér er þetta EKKI Starfox eða Metroid. En hann er flottur í hreyfingu. Á myndum er þetta eins og N64 leikur finnst mér. En það á eftir að koma í ljós hvernig hann spilast og svo framvegis….
Eftirvænting: ****
And last but not least…
The Legend of Zelda
Ahhh…Ocarina of Time. Það var svo mikil snilld. Ég get ekki komið því í orð hve mikið ég skemmti mér í þeim leik. Endalaust magn af gameplay! Grafíkin var líka top of the line á þeim tíma. Realistic að hluta til. Margir hafa beðið með mikilli eftirvæntingu eftir þessum leik. Nintendo voru svo nice að sýna úr honum á SpaceWorld 2000. VÁ! Grafíkin var rosaleg! Ótrúleg er réttara orð! Link að berjast við Ganondorf. Vá ég svitnaði við að sjá þetta. Svo löngu seinna ætluðu þeir að sýna nýtt video úr honum. Fólk beið spennt og var tilbúið að fagna. Tjöldin féllu og videoið rann af stað. Fólk var agndofa. Hvað skeði? Í einstaka manni heyrðist “NO!” og annar sagði “WHAT THE FU*K IS THIS?” en svo heyrðist í einum “WOW!”. Hvað skeði? Við fengum EKKI þennan realistic Zelda sem við sáum á SpaceWorld 2000. Við fengum Nintendo vs. Disney edition of Zelda! Godarnit sagði ég og barði sjálfan mig með tómum plastpoka. ATH: Ég meiddi mig ekki. Því ég jafnaði mig fljótt á þessari breytingu. Tja…I fell in love with it. Shigzy hafði rétt fyrir sér. Hann bað fólk að gefa leiknum séns og bíða og sjá. Við biðum. Við fengum það sem hann lofaði. Og meira. Leikurinn er að snúast úr “great disapointment” yfir í “HUGELY APPEALING” leik. Why? Þú verður bara að sjá hann í hreyfingu. Aldrei, ALDREI, hefur Cel-shading litið svona vel út. Þetta er, án nokkurra ýkjandi orða, það flottasta sem ég hef séð gert með cel-shading grafík. Slær út ALLT Cel stöffið sem ég hef séð. Ég er ekkert að skafa utan af því. IT KICKS ASS! Rosalega flott að sjá þetta í hreyfingu. www.nintendo.com og leita að Zelda og skoðaðu videoið. MMMM… En nóg um hype :) Leikurinn er með smá plot-change eins og Mario Sunshine. Ekki að bjarga Prinsessu heldur! What to do? Tja, systir hans Links er núna týnd víst og maður á að bjarga henni. Meira veit ég í raun ekki um plottið og ég vil eiginlega ekki vita meira fyrr en ég ýti á POWER takkann með þennan leik í Kubbnum. Hann spilast svipað og OoT gerði og er eins og Starfox með weapon/item assigned takka (hey, OoT invented it). Hann var playable á E3 núna síðast og átti fólk ekki orð til að lýsa þessari reynslu. Fólk var ekki að meðtaka þetta að leika sér í teiknimynd. JÁ þetta er seamless teiknimynd. No hick-ups. Þú sérð ekki liðamót eða neitt sem er…ljótt. Þú skilur. Grafíkin, Cel-shading séð, er fullkomnun. Annað sem er mjög spennandi við þetta Zelda afbrigði er að tveir geta spilað hann í einu. Hmmm… hvernig? Með Gameboy Advance! :D HA?! Já, sá sem er með GameCube fjarstýringuna stjórnar, your loyal, Link. En sá sem er með GBA stjórnar the little annoying fairy. S.s GBA fær lítinn flatan 2D skjá sem er s.s bara kort af því sem er á sjónvarpsskjánum og er með litla doppu sem hann/hún getur stjórnað og t.d farið með sprengjur og bombað óvini. Þetta sést svo á sjónvarpsskjánum í Cel-Shading. BRILLIANT! Ekki bara kíkja á eina mynd úr leiknum og segja “kiddie game” because it´s not fair. Trúðu mér, ég var á sama máli fyrir nokkrum mánuðum en ég fékk trúna á Nintendo aftur! Þessi kemur held ég í febrúar ef ég man rétt, góður tími fyrir afmælisgjöf fyrir mig! Good B-Day :)
Eftirvænting: ***** and infinity
!
Þetta er undirskrift