Devil May Cry
Ég veit, nokkuð gamall en ég var að fá hann og ég verð að segja það sem mér finnst um leikinn.
Dante er einn flottasti karakter á PlayStation 2, í öðru sæti reyndar, á eftir Solid Snake. Uppercut með sverðinu og svo hamrast á byssunum. Flott!!! Uppercut og stökk upp í loftið, smá skothríð og svo höggva með sverðinu. Vááááá!!!!! Veggjastökki', það er líka mjög flott. Það er svo gaman að spila leikinn og að berjast við tugi strengjabrúður í röð er eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert í nokkrum leik. Og í byrjuninni þegar kellingin kastar sverðinu í Dante. Iss, þetta er bara risastórt sverð í brjóstkassanum á honum, ekkert að því og hann tekur það bara ósköp rólega út.
Ég er ekki kominn langt, bara í Mission 2, en ég sé að leikurinn á eftir að vera mjög erfiður.
Grafíkin er mjög góð, og ekkert það slæmir “borders” eins og ég hef heyrt, en þó alveg óþarfi að hafa þá þarna. Tónlistin, ja, mjög góð… rólegt á meðan ekkert er að gerast en fer svo alveg í botn þegar það koma bardagar. Umhverfið er líka ótrúlega flott og mjög mikið um allskyns smáatriði.