Meistaraverkið Final Fantasy X Ég búinn að eiga Final Fantasy X í 8 daga og það sem ég er búinn að spila af honum er alger snilld. Bardagakerfið er frábært það er hægt að skipta um kalla í miðjum bardaga (t.d. Ef þú ert að keppa á móti fljúgandi óvinum þá ýtiru bara L1 þá getur valið einhvern náunga, eins og Wakka sem er góður á móti fljúgandi óvinum)svo tala charektrarnir stundum í bardaga eins og “I´m good ya” eða “I´ll be right back”.Engir kallar eru á einhverju level td. Tidus er aldrei á lv.72.Eftir bardaga færðu special-level og ef þú færð 2sp.lv eftir bardaga geturu fært þig um 2 reiti á Sphere-grid og lært ability.(Þetta hjlómar kannski flókið en er algjör snilld)mér finnst þetta vera besta junction-kerfið í FF. Yuna er summoner og getur gert summon (augljóst).En summonarnir koma ekki bara og gera eina árás heldur fer allt paryið í burtu og summonið berst við óvininn með eigin árásum og Limit-breakum.Ég er bara með 3 summon þar sem ég er en þau eru algjör snilld (sérstaklega Ifrit).Summonin eru alltaf að fá Limit-break (eða Overdrive eins og það heitir) og t.d. limit-breakið hans er Ifrit er Hellfire.Karektarnir eru flottir Wakka er þvílíkt cool og Auron er held ég svalasti karekter í Final Fantasy seríunni (á eftir Cloud auðvitað) hann er svona Snake-cool eins og ég kýs að kalla það.Tidus aðal-náunginn er flottur, vinur minn sagði að hann minnti hann á Backstreet-boys en hann er alveg cool sko.Tónlistin er mjög góð (eins og alltaf) og nú tala allir kallanir en það tala samt ekki allir í leiknum.En talsetning er mjög góð.Grafíkin ekki hægt að lýsa henni allir sem hafa séð þennann leik eru sammála um þetta er besta grafík EVER.Mjög mikið af myndböndum stundum alltof mikið (eini gallinn við leikinn).Blitzball er íþrótt blönduð af fótbolta,sundi,rúgbí og handbolta er algjör snilld.Tidus er sko blitzball-spilari (og líka Wakka (vopnið hans er Blitz-bolti)).Ég held að ég hef ekki mikið meira segja um þennan leik ég er búinn að spila í 28 tíma og fékk Rikku fyrir svona 5 tímum þannig það er mikið af spilun (held ég, ég hef ekki klárað leikinn).Byrjunarmyndbandið er svo að allir karektararnir eru að sitja hjá varðeldi svo labbar Tidus aðeins í burtu horfir yfir einhverja borg og segir eitthvað “Listen to my story, this may be our only change” og hann er í rauninni að segja söguna og maður leikur hana bara.En ég búinn að blaðra og blaðra og það eru örugglega ekki margir sem lásu þetta allt en þetta er besti leikur í heimi punktur.(Ásamt FF7 og MGS1 og 2).


Cloud Strife