1080 Snowboarding: White Storm ( GC )
Hver þekkir ekki 1080 Snowboarding? Það var einn best seldi leikur
á Nintendo 64, gott fólk, nú er hann að koma á Gamecube! Samkvæmt
nokkrum heimildum byrðuðu Left Field Production á framhaldinu fyrir
Gamecube og átti leikurinn að vera í SSX stíl. Reyndar voru
Nintendo ekki ánægðir með þá ákvörðun og gæti það verið ástæðan
afhverju NST tóku við framleiðslu leiksins.
Sýnd voru ný myndbönd út úr leiknum úr leiknum á E3 og
almenningurinn varð ánægður með þau. 1080: White Storm á að spilast
mjög líkt og hann gerði á Nintendo 64 nema miklu bættari nú.
Leikurinn á að vera meiri snjóbretta hermir en ekki einsog í SSX
þar sem ekkert mál er að gera heljarstökk án þess að vera á
stökkpalli. Þegar spilendur skjótast niður brautina eru þeir ekki
aðeins að keppa um að vera fyrstur í mark heldur að lifa, því í
miðri braut getur komið snjóflóð eða stormur þar sem öll tréin
falla og stórir steinar renna niður brautina.
Grafíklega séð er leikurinn mjög flottur þó hann sé rétt byrjaður í
vinnslu. Eitt af því sem verður flott er að þú sérð aldrei neitt
pop-up í brautunum. Það sem fillir út í bel gerða snjóinn er fullt
af trjám og steinum. Svo kemur stormur og allt í óreiðu, tré að
fljúga út um allt, steinar sem falla og það allt í real-time.
Snjóbretta fólkið lýtur mjög líflega út með detailed texturum, mjög
flottur leikur.
1080: White Storm lýtur út fyrir að vera frábær framlenging af 1080
Snowboarding fyrir Nintendo 64 og verður þetta ábyggilega eitt af
stærstu leikjunum sem koma á Gamecube. Leikurinn kemur snemma 2003,
nú höfum við eitthvað til að býða spennt eftir í langan tíma.