Mario Kart: Super Circuit ( GBA )
Það var mörgum að vonbrigðum þegar að Mario Kart kom ekki á
GameBoy Advance sama dag og tölvan sjálf, þegar þeir færðu
útgáfu daginn að 27. ágúst, enda sýndu Nintendo margar
myndir úr leiknum á Spaceworld 2000.
Allir Mario Kart leikirnir hafa verið góðir ( að mínu mati ) og var
þessi enginn undantekning og biðinn var algjörlega þess virði
og sló leikurinn gegn.
Hægt er að fara í margar tegundir að leikjum þar ætla ég að
nefna nokkra, svo sem.
Single Tournament- Þar sem keppt er við sjö aðra keppendur í
fjórum til fimm brautum og fer maður þrjá eða fimm hringi um
bikarinn. Spilendur eru frá 1-2 spilenda í þessu.
Balloon Tournament- Hér byrja allir með fjórar blöðrur og
verkefnið er að skjóta niður blörurnar hjá anstæðingunum.
Sérstakar brautir eru gerðar fyrir þetta tournament. Spilendur
eru 2-4 og verða allir spilendur að vera með leikinn.
Single Race- Spilendur keppa við hvorn annann í allt að 40
brautum. Spilendur eru frá 2-4 og verður bara einn að vera með
leikinn.
Og hægt er að velja milli átta Nintendo kalla.
Donkey Kong
Mario
Luigi
Toad
Princess Peach
Bowser
Wario
Yoshi
Leikurinn fjallar um það sama og fyrri Mario Kart leikirnir fjalla
um, það er að keyra sem fyrst í mark, hægt er að kasta
bananahýði á götuna þannig bílar renna á á þeim, skjóta
skelljum á karlinn á undan þér og fá stjörnu sem gerir mann
ódrepandi.
Grafíklega séð er leikurinn mjög flottur og notar hann Mode 7
sem er gerfi þrívídd sem GameBoy Advance notar vegna það
hefur ekki innbyggt þrívíddar kort og leikurinn er mjög litríkur
og geta verið allt að átta keppendur á skjánum í einu. Soundið í
leiknum er ekki til fyrir myndar, enda eru hljómgæðinn í
GameBoy Advance ekki í hærri flokknum þó er kannski fyndið
að heyra karlanna bölva þegar maður skýtur þá niður, hins
vegar er músíkin mjög fjörug og er það kannski stór plús. Það
sem er það besta við leikinn er auðvitað spilunninn og þar tek ég
multi-player sérstaklega fram, þar sem allt að fjórir geta spilað
á einum leik. Auðvitað er mjög takmarkað þegar aðeins einn er
með leikinn, þá bara hægt að fara í Single Race, vera Yoshi og
hægt að velja milli fjögra brauta. Hins vegar ef allir eru með
leikinn er hægt að fara í Baloon Tournament sem verður mjög
spennandi þegar allir eru bara með eina blöðru eftir, Single
Race og Tournament og hægt er að velja uppí 40 brautir. Það
tekur tíma fyrir þá sem hafa spilað F-Zero mikið að venjast
hraðanum á leiknum.
Það er mjög gaman að spila leikinn aftur og aftur enda eru
tuttugu klassískar brautir úr SNES útgáfunni að vinna, svo
endar aldrei gamanið að skjóta vina sína rétt fyrir framan
endalínuna á síðasta hring, svo er rosalega gaman að bæta
met í brautunum. Enda er ég búinn að vinna allar bónus
brautirnar og búinnað fá stjörnu rank í öllum keppnum. Ég
mæli stranglega með þessum leik og má enginn GameBoy
Advance eigandi láta þennan framhjá sér fara.
Grafík 9,5
Sound 7,5
Spilunn 9,5
Ending 9,0
Loka einkunn 9,0
Vonandi hefur þetta verið skemmtilegur og fróðlegur lestur.