Pre-E3 2002: Nintendo Pre-E3 2002: Nintendo

Gamanið hófst í morgun þegar Nintendo ávarpaði blaðamenn. Fyrirtækið gaf frá sér upplýsingar og myndir um komandi leiki og vélbúnað. Þeir sýndu m.a stuttar videóklippur úr Super Mario Sunshine, The Legend of Zelda, Metroid Prime, Mario Party 4, Star Fox Adventures: Dinosaur Planet, Wario World, Animal Crossing, Eternal Darkness, Resident Evil 0, auk annarra.


* Leikurinn sem skaraði fram úr í ár var The Legend of Zelda. Myndbandið sýnir Link í cel-shaded útgáfu sigla að eyðueyju þar sem hann berst við allskyns ófreskjur (Ágiskun).

* Myndbandið úr Mario kom líka fólki á óvart því að leikurinn lýtur mun betur út á hreyfingu. Það svipar til fyrra mynbandsins nema núna kom fram talsverður gæðamunur. Mario berst vi

* Metriod hefur aldrei litið eins vel út. Fyrir þá sem ekki vissu þá var ákveðið að hafa hann sem fyrstu persónuskotleik. Engu að síður mun hann ekki valda vonbrigðum enda gerður af Retro Studios.

* Álit mitt á StarFox virðist batna með hverjum deginum. Nintendo sýndu nýjan trailer, og satt að segja bíð ég spenntari eftir þessum en nokkrum öðrum. Nýja mynbandið sýnir Fox McCloud í nærmynd slást á jörðinni, en fyrri leikurinn var einungis flugskotleikur. Leikurinn er virkilega flottur tæknilega séð. Fox er t.d ekki með flatan feld heldur sjást hárstráin. Leikurinn spilast eins og Zelda, notar Z-targeting.

Alla trailerana má nálgast <a href=\"http://www.gamespy.com/e32002/files/\“> hér </a>

Nintendo sýndi líka nokkra aukahluti. Menn biðu spenntastir eftir WaveBird sem er þráðlaus stýripinni fyrir Gamecube. Þeir kynntu líka möguleikana í sambandi við tengingu GBA við Gamecube. Einskonar \”motion sensor, notkun GBA sem stýripinna og \“Game Eye\” sem er myndavél sem þú notar til að hlaða inn myndum í Gamecube.