Nú hefur Gametivi blásið að nýju til Íslandsmeistarkeppni og nú í World Rally Championship á PlayStation 2. SSX Tricky keppnin gekk vonum framar og fengum við fleiri hundruð innsendingar og því ekki hægt annað en að halda hasarnum áfram.

Nú er það leikurinn World Rally Championship frá Sony, en það er einn af betri bílaleikjunum í dag. Verðlaunin eru ekki af verri endanum og fær sá sem lendir í fyrsta sæti alvöru bílsæti með Speedster stýrinu sem virkar bæði fyrir PlayStation 1 og 2. Samfesting líkan þeim sem notaður er við keppni í rallí, kassa af sprite, leiki frá Skífunni og pizzuveislu frá Dominos. Þetta er hreinlega ótrúleg verðlaun sem eru að verðmæti meira en 150.000. Og ekki nóg með það heldur fá þeir sem lenda í sæti 2-10 mögnuð aukaverðlaun sem samanstanda af pizzuveislum, Sprite kössum og leikjum.

Eina sem þið þurfið að gera er að fara í WRC Challenge valmöguleikann í World Rally Championship, en þar er ykkur skammtaðar þrjár brautir og bílar. Sá sem nær bestum samanlögðum tíma þar, hreppir fyrsta vinninginn.

En líkt og í SSX Tricky keppninni þarf að sanna árangurinn með því einfaldlega að taka ljósmynd af skjánum eða taka öll herlegheitin uppá vídeó. Skilafrestur er til 31.maí þannig að það er nógur tími til stefnu. Þess má geta að meðan á keppni stendur er leikurinn World Rally Championship á sérstöku tilboðsverði í verslunum Skífunnar og BT um land allt og ættu því flestir að geta náð sér í eintak af þessum frábæra leik á enn betra verði…


Til að taka þátt þarf að :

1. Velja WRC Challenge í aðalvalmynd World Rally Championship

2. Velja síðan Take Rally Licence. Þegar það er valið fær maður úthlutað þremur brautum og bílum. Keyra þarf allar brautirnar og sigrar sá sem nær bestum samanlögðum tíma.

3. Taka þarf síðan ljósmynd af skjámyndinni sem sýnir samanlagðan tíma, eða einfaldlega taka öll herlegheitin upp á myndband með því að tengja PlayStation 2 tölvuna við vídeótæki eða taka mynd af skjánum með myndbandsupptökuvél.

4. Skila sönnunargagninu inn á Popptivi, Lyngháls 5, 110 Reykjavík. Merkja þarf umslagið World Rally Championship keppni.


Dregið verður úr innsendum tímum í byrjun júní og skýrist þá hver verður Íslandsmeistari í World Rally Championship…


Set þetta inn fyir ykkur svo þið missið ekki af þessu félagar


MadMax