Áætlanir Nintendo á E3 afhjúpaðar Hafið þið verið að velta fyrir ykkur nýja útliti Link? Eða verið að efast um Mario Sunshine? Teljið þið minniskortin fyrir GameCube of lítil? Örvæntið ekki lengur, því mjög nýlega skaut upp höfðinu bæklingur frá Nintendo sem inniheldur lista yfir allt sem Nintendo eru með planað fyrir GameCube.

Nýjir leikir:
Gladius
Wario World
Mario Party 4
1080: White Storm
Star Wars: Clone Wars
Star Wars: Bounty Hunter.

Einnig eru ný skot úr Metroid Prime (Nýr búningur fyrir Samus), Super Mario Sunshine (Ótrúlega vandað og stórt skot), The Legend of Zelda (Link með nýtt andlit og nýjir óvinir) og reyndar bara of mörgum fleiri leikjum!

En þetta er ekki allt. Nintendo virðast líka vera að vinna að nýju minniskorti, Memory Card 251, ásamt módembúnaði.

Viljið þið meira? Tja, það er talað um WaveBird-fjarstýringuna og GameBoy Advance-tenginguna fyrir GameCube…

Lítið á <a href="http://www.cube-europe.com/news/102033406159807.html">Cube-Europe</a> fyrir bestu og stærstu myndirnar af þessum bæklingi!

Sérstakar þakkir fær Ryu_Youji frá Cube-Europe fyrir að vera fyrstur með fréttirnar.