Nintendo Götuliðið Jæja, Allir að flytja til Bandaríkjanna!! :)

Því að nú nú hafa tölvuleikjafíklar loks fengið einhverja von því að Nintendo í Bandaríkjunum ætlar að bjóða 50 heppnum einstaklingum bestu sumarvinnu sem nokkur leikjafíkill getur hugsað sér.

“Fyrir tölvuleikjaunnendur er þessi áætlun okkar besta sumarvinna í heimi” sagði Peter MacDougal starfsmannastjóri Nintendo í Bandaríkjunum.

Frá byrjun júlí og fram í ágúst mun “Götulið Nintendo” fá borgað 100$ á dag fyrir fyrir að spila tölvuleiki á Nintendo GameCube og Game Boy á opinberum stöðum víðsvegar um Bandaríkin.

Umsækjendur verða að vera orðnir 18 ára og búa til stutt myndband þar sem þeir gera grein fyrir af hverju þeir eigi að fá vinnuna.
Hægt er að skila inn umsóknum milli 13. maí og 14. júní á www.nintendostreetteam.com og eflaust er ekki vera að vera handhafi “græna kortsins” sem hægt er að sækja um hjá bandaríkska sendiráðinu á Sóleyjargötu.