Super Smash Brothers Melee er framhald, eða réttara sagt endurútgáfa, af Super Smash Brothers á Nintendo 64. Leikurinn líkist í fyrstu bardagaleik í anda leikja eins Street Fighter, Tekken og Soul Calibur. En það er aðeins á yfirborðinu, því í raun er SSBM ansi sérstakur og frumlegur bardagaleikur.
Leikurinn gengur út á að lemja andstæðinginn út af vellinum. Þetta gengur þó ekki svo auðveldlega fyrir sig, þar sem að bardagarnir í SSBM snúast um hraða. Einnig birtast allskonar hlutir sem geta hjálpað manni að sigra, og geta sumir hlutirnir skipt sköpum. T.d. gætirðu gripið hamar sem gerir þér kleift að bókstaflega kremja andstæðinginn. Eða grípa sprengju og fleygja henni ofan á hausinn á honum. Eða kannski ná í Pókéball og senda á hann nokkra Pókémon!
Stjörnur leiksins koma úr þekktustu (Og óþekktari) leikjum Nintendo. Hægt er að spila sem Link, Zelda, Mario, Toady, Kirby, Donkey Kong, Fox McCloud, Samus Aran og fullt af öðrum persónum. Borðin sem spilað er í eru öll úr Nintendo-leikjum, t.d. F-Zero, Mario, Yoshi’s Story, Zelda og jafnvel gömlu Game & Watch spilunum!
Þó að Super Smash Brothers Melee sé í hnotskurn stór endurbæting á Super Smash Brothers er einnig margt nýtt í honum. Búið er að bæta við mörgum nýjum árásum, “módum” og leynifítusum. Auk þess gerir grafíkin leikinn einn af þeim flottustu sem til eru á GameCube.
Super Smash Brothers Melee er kominn út í Bandaríkjunum og Japan en er væntanlegur til Evrópu 24. maí. Þennan ættu allir Nintendo-aðdáendur að kaupa um leið og færi gefst, þó ekki sé nema fyrir nostalgíusakir.
- Royal Fool
Tenglar:
<a href="http://www.supersmashbrosmelee.com/battle/index.html“>Heimasíða Super Smash Brothers Melee</a>
<a href=”http://www.nintendo.com">Heimasíða Nintendo</a