Smá Preview: Eternal Darkness: Sanity´s Requiem Jæja, ég las aðeins um þennan á cube.ign.com um daginn og ætla nú ekki að rifja það allt saman upp sem þar kom fram. Mér fannst conceptið bara cool. ET:SR verður eingöngu fáanlegur í Nintendo GameCube. Þar sem ég er mikill svona horrorleikja-fan þá get ég trúað því að þessi leikur eigi eftir að koma á óvart, ekki bara Nintendo eigendum heldur non-believers líka. En jæja…read on…

Fyrir þá sem ekki vita þá snýst þessi leikur um eina unga dömu sem dreymir eitthvað ljótt (búhú böbö) og svo er hringt í hana og henni tilkynnt að afi hennar hafi verið myrtur, afhausaður og læti og eins og skiljanlegt er þá tryllist hún. Svo er tímanum flýtt um 2 vikur og hún fer að skoða húsið sem kallinn bjó í og rekst á leyniherbergi og þar finnur hún að mig minnir bók. Þegar hún les í bókinni upplifir hún það sem lesefnið er um, þ.e upplifir þær martraðir sem þar leynast. Og því lengra sem maður kemst í leiknum þá finnur maður fleiri og fleiri blaðsíður í þessari bók og já, þetta er nánast mannkynssagan síðustu 2000 árin. Hoppar á milli karaktera, fer eftir því á hvaða tímabili sú martröð gerist. Mjög sniðugt apparat.

Sem dæmi um viðbjóð í þessum leik þá er einn karakterinn (man ekkert hvað hann heitir) að tala við munk ef ég man rétt og munkurinn biður hann að lesa ekki á eitthvað sem þar er, en þegar munkurinn fer þá laumast karakterinn til að lesa og yfir hann leggjast einhverskonar black magic álög og hann byrjar að veikjast og húðin verður grá og allt frekar ógeðslegt. Já hann er að rotna. Hann reynir að finna munkinn aftur til að aflétta álögunum og á hann (spilarinn) frekar erfitt með að stjórna honum því hann er beinlínis að rotna lifandi þegar maður spilar, svo að tíminn skiptir örugglega máli. Það sem gerist er víst frekar ófyrirsjáanlegt en ekki var gefið upp hvað það var. Leikurinn er víst ekki þessi venjulegi survival horror, hann er different. Hann er jú disgusting og hann á að vera ófyrirsjáanlegur. Það eina sem þeir á cube fundu að honum var að collision dótið var ekki alveg perfect. Vonandi laga þeir það því leikurinn er ekki 100% kláraður.

Leikurinn spilast víst svipað og RE og Devil May Cry en Silicon Knights lofa öðruvísi upplifun. Því meira sem karakterarnir verða meira insane þá verða þeir erfiðari í spilun. Ekki vitlaust það. Gerir spilarann líka vitlaust svo insanity dótið í leiknum er fucked :) Einnig það sem er sniðugt við þetta er hvernig insanity effectið virkar. Sem dæmi þá er karakter að labba inn gang og svo allt í einu ræðst eitthvað kvikindi á þig og steindrepur þig, rífur þig gersamlega í sundur. En svo allt í einu ertu kominn á stað þar sem þú varst nokkrum sekúndum áður, ekkert breyst. Gerðist þetta eða var þetta fyrirboði? Það er nefnilega það sem maður verður bara að komast að! Annað, karakterinn er að berjast kannski og allt í einu missir hann öll vopn, items og orka hrynur niður, en svo bara allt í einu kemur þetta allt aftur. Þið fattið þetta :) Þetta gerir mann verulega vangefinn býst ég við og ég er spenntur!

Einnig á hljóðvinnsla í leiknum að vera til fyrirmyndar. Allt frá mismunandi fótsporahljóðum uppí vind í gegnum rifu á glugga og upp í grunts í karakterum er mjög vel gert. Ég gæti trúað því að það verði gaman að vera einn í dimmu herbergi, með surroundið tengt og einhverstaðar leynist maður undir sæng með WaveBird að spila. Maður er jú ódrepanlegur undir sæng ekki satt? :) Þokan í leiknum er einnig mjög flott, sést á video-unum á cube.ign.com hvernig þokan er ekki bara á einum stað heldur leikur hún um hluti og lappir á karakterum, leikur niður eftir stigum og þess háttar. Grafíkin í leiknum er yfirhöfuð mjög flott. Texturearnir eru mjög skýrir.

Eternal Darkness: Sanity´s Requiem kemur út sama dag og WaveBird controllerinn, 24 júní (í ameríku!). Ég bíð SPENNTUR!

jonkorn
Born to play
Þetta er undirskrift